Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Halldór, Bjarklands Fúsi-Kátur frá Fremri-Breiðadal í Önundarfirði og Edda Aradóttir, eiginkona Halldórs, á góðum sumardegi upp við Skólavörðu.
Halldór, Bjarklands Fúsi-Kátur frá Fremri-Breiðadal í Önundarfirði og Edda Aradóttir, eiginkona Halldórs, á góðum sumardegi upp við Skólavörðu.
Fréttir 27. október 2016

Fjallgönguferðir með Bjarklands Fúsa-Káti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta var nú bara einhver hugdetta,“ segir Halldór Arin­bjarnarson, upplýsingastjóri hjá Ferðamálastofu á Akureyri, en hann hefur einu sinni í viku allt síðastliðið ár gengið ásamt Káti, hundi sínum, upp á Skólavörðu á Vaðlaheiði. 
 
„Þegar maður á hund er talsverð viðvera við að halda honum á hreyfingu þannig að ég sá að með þessu væri hægt að slá að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi, að viðra hundinn og fá góða hreyfingu og útivist, sem sífellt er verið að telja okkur trú um að sé einkar holl fyrir okkur.“
 
Uppátækið féll í góðan jarðveg
 
Halldór kveðst hafa ákveðið að gera fjallgönguferðir sínar og hundsins opinberar, þ.e. að skrá hverja ferð inn á Facebook með smá texta og mynd af þeim félögum við vörðuna. 
 
„Ég ákvað til gamans að gera þetta í nafni hundsins, þ.e. það var í raun hann sem tók af mér loforð að fara í þessar ferðir og færslurnar á Facebook voru skrifaðar út frá hans sjónarhóli,“ segir hann, en Kátur er 8 ára gamall íslenskur fjárhundur sem fullu nafni heitir Bjarklands Fúsi-Kátur og er frá Fremri-Breiðadal í Önundarfirði.
 
„Uppátækið hefur fallið í góðan jarðveg hjá Facebook-vinum mínum og jafnvel víðar og mér telst til að myndir okkar úr þessum 52 ferðum hafi fengið samtals tæplega 2.700 „like“. Ég hef reyndar reynt að halda þessum mikla áhuga leyndum fyrir hundinum því ég óttast satt best að segja að þessi athygli myndi alveg fara með hann, nóg er nú sjálfsálitið fyrir.“
 
Það er ekki alltaf hægt að velja besta veðrið eða færið þegar markmiðið er að ganga einu sinni í viku upp að Skólavörðu.
 
Kátur rataði alltaf til baka
 
Halldór segir umrædda leið að Skólavörðu skemmtilega og hafa reynst talsvert meiri áskorun en hann bjóst í fyrstu við.
 
„Þetta hefur gefið mér mun meira en ég átti í upphafi von á. Það er talsvert átak að ná alltaf einni ferð í viku í annríki dagsins og að auki er ekki alltaf hægt að velja besta veðrið eða færið. Oftast gefst ekki tími fyrr en seinnipartinn eða á kvöldin og yfir dimmustu mánuðina gat bæði veður og færi verið æði misjafnt. Við lentum svo sem aldrei í neinu verulega vafasömu en þó að um sé að ræða stutta leið sem telja má í byggð, þá er samt nauðsynlegt að gæta allrar varúðar. En Kátur rataði auðvitað alltaf til baka, sama hvernig viðraði.“
 
Skemmtileg leið en furðu fáfarin
 
Upphafspunktur ferðar að Skólavörðu er ofan Veigastaða og þaðan eru 2,5 kílómetrar hvora leið með hækkun upp á tæpa 500 metra. 
 
„Þetta er ljómandi skemmtileg leið og við reyndum að ganga rösklega og án þess að stoppa. Túrinn tekur þá í allt um einn og hálfan tíma í þokkalegu færi,“ segir Halldór. Félagar í Ferðafélagi Akureyrar hafa stikað leiðina, en henni er þó ekki fyllilega hægt að fylgja nema í björtu og góðu veðri. Á vörðunni er gestabók sem ævinlega var skrifað í, „þannig að þetta er allt saman skjalfest hjá okkur“.
 
Halldór hefur búið á Svalbarðs­strönd í rúm 20 ár og hafði fram til síðasta hausts varla farið að Skólavörðu. 
 
„Leiðin gæti sem best haft svipaða stöðu fyrir Akureyringa og Esjan hjá Reykvíkingum. Það er álíka langt og álíka mikil hækkun og upp að Steini í Esju. Ég er reyndar ekki alveg frá því að þetta uppátæki hundsins hafi eitthvað orðið til þess að ferðum að Skólavörðu hafi fjölgað í ár,“ segir hann. 
 
Í huga Káts er engum sérstökum áfanga náð
 
Skólavörðuverkefni Halldórs og Káts hófst í október í fyrrahaust og nú á sunnudag, 16. október, var farið í ferð númer 52 í góðum félagsskap. Með í för var göngufélagi þeirra, Sævar Helgason, en hann sett sér það markmið um síðastliðin áramót að fara 52 ferðir á árinu að vörðunni og lauk því í sömu ferð og Halldór og Kátur.
 
Í ferðunum 52 hafa þeir félagar lagt að baki samtals 270 kílómetra og 26 þúsund hæðarmetra.
„Ég held reyndar að við höfum báðir fengið mikið út úr þessum ferðum, bæði hreyfinguna og svo bara þessari hreinsun hugans sem fylgir útiveru. Ég neita því ekki að það er svona ákveðinn söknuður að verkefninu sé lokið. En Vaðlaheiðin er enn á sínum stað og ég held að í huga Káts sé engum sérstökum áfanga náð. Hann mun fara jafn spenntur eftir næstu ferð og ætli ég verði ekki að druslast með,“ segir Halldór. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...