Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai.
Mynd / Crop One
Fréttir 14. september 2022

Framleiðir rúm 900 þúsund kíló af salati á ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umfangsmesta lóðrétta ræktun (vertical farming) heims er stunduð í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í húsnæði sem er rúmlega 330 þúsund fermetrar með ársframleiðslu á salati upp á rúm 900 þúsund kíló á ári.

Um þessa risavöxnu garðyrkjustöð var fjallað í vefmiðlinum Fast Company í sumar. Þar kemur fram að sé gengið inn í matvöruverslun í borginni séu allar líkur á að salat og grænmeti sem þar er í boði sé innflutt frá Evrópu, þar sem ræktarland og aðgengi að vatni til ræktunar sé þar afar takmarkað. Talið er að um 90 prósent af öllum matvælum í landinu séu innflutt, en nálægt tíu milljónir manna búa þar.

Mikil stærðarhagkvæmni
Sýnishorn af lóðréttri ræktun. Mynd / Wikimedia Commons

Garðyrkjustöðin heitir ECO 1 og er staðsett nálægt flugvellinum í Dubai. Ýmsar salattegundir eru ræktaðar í stöðinni, til að mynda klettasalat og spínat. Bygging stöðvarinnar var samstarfsverkefni Crop One, fyrirtækis sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun nálægt Boston í Bandaríkjunum, og fyrirtækisins Emirates Flight Catering, sem leggur flugfélaginu Emirates Airlines til matvæli og hráefni til matargerðar.

Mikil stærðarhagkvæmni er talin vera fólgin í rekstri á mjög stórum garðyrkjustöðvum með lóðrétta ræktun innandyra, þar sem sjálfvirk stýring er á öllum þáttum ræktunarinnar; meðal annars lýsingu, rakastigi og næringargjöf. Haft er eftir Craig Ratajczyk, forstjóra Crop One, í umfjöllun Fast Company að stöðin hafi reynst vera mjög arðvænleg.

Einstaklega umhverfisvænt

Stöðin er sögð mjög umhverfisvæn í mörgu tilliti, til dæmis nýtingin á vatni sem er talin vera afburðagóð – um 95 prósenta minni vatnsnotkun en í sambærilegri útiræktun. Þá er engin þörf á notkun á skordýraeitri né illgresiseyði því ræktunin fer fram í lokuðu ræktunarkerfi.

Sem stendur er stöðin knúin með hefðbundnum orkugjöfum, en stefnt er á að skipta yfir í sólarorku í framtíðinni.

Í Abu Dhabi, annarri borg í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, er stefnt að því að reisa aðra risastöð og hafa stjórnvöld þar fjárfest fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala í verkefninu.

Þar er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari í að setja upp rannsóknarmiðstöð til þróunar á enn hagkvæmari leiðum til lóðréttrar ræktunar. Talið er að þessi tegund ræktunar muni ryðja sér mjög til rúms á heimsvísu á næstu árum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...