Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2017

Framlög til landbúnaðar eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að framlög til landbúnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum.

„Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvörusamningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt.

Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt.

Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til til matvælarannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þar með matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli.

Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt, ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“

Í stjórnarsáttmálanum er talað um aðgerðir til að koma á móts við vanda sauðfjárbænda.

Sigurður segir rétt að í stjórnarsáttmálanum sé talað um slíkt en ekkert minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu. „Ég geri því ráð fyrir að það muni verða í fjáraukalögum fyrir 2017 sem ekki er enn búið að birta.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...