Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2017

Framlög til landbúnaðar eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að framlög til landbúnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum.

„Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvörusamningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt.

Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt.

Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til til matvælarannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þar með matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli.

Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt, ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“

Í stjórnarsáttmálanum er talað um aðgerðir til að koma á móts við vanda sauðfjárbænda.

Sigurður segir rétt að í stjórnarsáttmálanum sé talað um slíkt en ekkert minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu. „Ég geri því ráð fyrir að það muni verða í fjáraukalögum fyrir 2017 sem ekki er enn búið að birta.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...