Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Danskar vindmyllur.
Danskar vindmyllur.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2023

Frestun skila á niðurstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Starfshópur um málefni vindorku mun skila niðurstöðum sínum og drögum að frumvarpi um nýtingu vindorku til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í áföngum.

Til stóð að starfshópurinn skilaði verkefninu af sér 1. febrúar, en samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu hefur ráðherra fallist á beiðni hans um að það verði gert í áföngum.

Starfshópurinn var skipaður síðasta sumar og er verkefni hans að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum.

Niðurstöður starfshópsins munu hafa mikið um það segja hver afdrif hinna fjölmörgu vindorkuverkefna verða sem nú eru á teikniborðinu vítt og breitt um Ísland.

Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að ætlunin væri að skila fyrst samantekt þar sem dregin yrðu fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en endanlegar tillögur að lagabreytingum verði lagðar fram í vor.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um hvenær von sé á fyrstu samantekt starfshópsins, kemur fram að gert sé ráð fyrir henni jafn fljótt og auðið er.

Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður.

Skylt efni: vindorka

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...