Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, var þungorður um afkomu bænda. Hann hvatti þó til bjartsýni.
Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, var þungorður um afkomu bænda. Hann hvatti þó til bjartsýni.
Mynd / SÁ
Fréttir 24. október 2023

Frumframleiðendur í gríðarlegum vanda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fjárhagsafkoma bænda er orðin hartnær ómöguleg vegna aðfanga- og vaxtahækkana.

„Bændur standa frammi fyrir miklum áskorunum í dag, ekki aðeins í almennum búverkum heldur er rekstrarumhverfi landbúnaðarins að verða okkur ansi erfitt,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í upphafi vel sótts málþings sem haldið var á Degi landbúnaðarins 13. október í Hofi á Akureyri.

Mánaðarlaunin 176 þúsund

Bændasamtökin hafa lagt fram kröfugerð fyrir samninganefnd ríkisins vegna búvörusamninga og hún er nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. Gunnar segir þar ekkert undan skilið en kröfur séu þó hógværar.

„Okkur reiknast til að meðalkúabú, byggt á tölum úr gagnasafni Rannsóknamiðstöðvar landbúnaðarins, sé að skila tveimur milljónum í laun til viðkomandi bónda á meðalbúi á ári. Er það ásættanlegt þegar við erum með lög í landinu sem segja að lágmarkslaun skuli vera 350 þ.kr. á mánuði? Þetta fer ekki saman,“ sagði hann.

Stjórnvöld bera ábyrgð

Gunnar minnti á að matur væri grunnþörf íbúa landsins og matvæli þjóðaröryggismál. Átökin úti í hinum stóra heimi endurspegluðust m.a. í mjög miklum hækkunum á aðföngum, t.a.m. hefði Úkraínustríðið hækkað áburðarverð um 150% og kornafurðir um 80–90%.

„Þetta höfum við þurft að vera að fást við sem frumframleiðendur undanfarin tvö ár. Ríkisvaldið sá fyrir sér vanda á síðastliðnu ári og kom inn með svokallaðar sprettgreiðslur og stuðning vegna áburðarkaupa. Aðföngin hafa ekkert lækkað á yfirstandandi ári og samtöl við ráðuneyti matvæla og fjármála eru á þann veg að það grillir ekkert í að við sjáum fram á aukinn stuðning. Þá veltir maður fyrir sér hvernig eigi að uppfylla matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar,“ sagði hann jafnframt.

Lífsviðurværi tólf þúsund manns

„Það er ýmislegt í húfi. Okkur telst til að þrjú þúsund manns starfi í frumframleiðslunni í íslenskum landbúnaði í dag og afleidd störf séu átta til tíu þúsund. Þetta er því lífsviðurværi tólf þúsund manns sem er undir í matvælaframleiðslu í landinu. Skiptir það engu máli heldur?“ spurði Gunnar.

„Stjórnvöld verða að skapa bændum fjárhagslegt svigrúm til athafna. Eftirlitskerfið þarf að sinna því að atvinnufrelsi í landinu þrífist sem best, hömlur, boð og bönn þvert á atvinnufrelsi er ógn í mínum huga,“ sagði hann enn fremur. Ljóst sé að maturinn verði ekki til í búðinni, meira þurfi til. Það sé því umhugsunarefni hvernig standa eigi að málum og ekki síður hvernig rétta eigi hag bænda áður en allt fari í kaldakol og þannig að ungt fólk hafi áhuga á að taka við búskap af þeim sem eldri eru. Í dag sé hvatningin til þess lítil eða engin og það sé verkefni til framtíðar að byggja upp fæðuöryggi á Íslandi.

Gunnar minnti þó á að bjartsýni væri vænlegri en bölsýni en leysa þyrfti þessi mál fyrr en seinna. „Við þurfum framtíðarsýn okkur öllum til heilla og fæðuöryggi í sjálfstæðu landi,“ sagði hann að endingu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...