Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fuglaflensa í Washingtonríki
Fréttir 11. febrúar 2015

Fuglaflensa í Washingtonríki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2.

Undanfarið hafa þrjú skæð tilfelli fuglaflensu komið upp í Washington-ríki í Bandaríkjunum sem talið er að hafi borist þangað með farfuglum. Auk þess sem komið hafa upp minni tilfelli í Oregon og Bresku Kólumbíu. Í öllum tilfellum var um að ræða fugla sem gátu athafnað sig undir berum himni og í öllum tilfellum var fuglunum fargað.

Yfirvöld hafa hvatt bændur til að ganga þannig frá aðbúnaði lausagöngufugla að sem minnst hætta sé á að þeir komist í samband við farfugla til að draga úr hættu á auknu smiti.

Tvö alifuglabú til viðbótar í Washington voru sett í átta mánaða einangrun fyrr í þessum mánuði og bannað að selja bæði egg og kjöt eftir að smit fannst í afmörkuðum hópi fugla.
H5N2 fuglaveiran er sögð bráðsmitandi og yfirleitt drepast fuglar sem af henni smitast eftir nokkra daga og ekki er langt síðan veiran drap nokkur þúsund fugla á búi í Kanada.

Í kjölfar tilfellanna í Washington-ríki hafa yfirvöld í Kína bannað allan innflutning á fuglakjöti og eggjum og skilað sendingum sem bárust til Kína eftir 8. janúar síðastliðinn. 

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...