Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. júní 2018

Fyrsta skóflustunga að gagnaveri á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fyrirhugað er að reisa nýtt gagna­ver við Svínvetningabraut á Blönduósi undir  starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borealis Data Center ehf.
 
BDC North ehf. ætlar að byggja og reka húsið en félagið verður í eigu Ámundakinnar ehf. og Borealis Data Center.
 
Fyrstu skóflustunguna sem tekin var nýverið tóku vaskir aðilar sem komið hafa að verkefninu með ýmsum hætti í mörg ár en þeir eru Björn, Arnar Þór, Guðmundur Haukur og Ásmundur Einar.
 
Um 900 manns búa á Blönduósi, en helstu atvinnuvegir þar tengjast landbúnaði, iðnaði, verslun, þjónustu og ferðaþjónustu. Aðstæður fyrir rekstur gagnavers á Blönduósi þykja ákjósanlegar, fremur kalt loftslag, svæðið er snjólétt og þar er ekki hætta á náttúruhamförum, lóð á svæðinu var tilbúin og til reiðu en það sem mestu skipti var aðgangur að grænni orku frá Blöndu.
 
Sveitarstjórn Blönduósbæjar hafði áður samþykkt með fyrirvara að leggja fram 15 milljónir króna í húsnæði vegna gagnavers á Blönduósi. 
 
Fyrirvari sá sem sveitarstjórn setur fyrir samþykkt sinni er að þessar 15 milljónir króna verði sem aukið hlutafé í Ámundakinn ehf. og ráðist verði í byggingu á því húsnæði eins og fram kemur í gögnum sem lögð voru fram á fundinum. Jafnframt er það skilyrði samþykktar sveitarstjórnar að Ámundakinn ehf. taki þátt í stofnun fasteignafélags um byggingu á húsnæði fyrir gagnaver Blönduósi og áðurnefnd aukning á hlutafé verði notuð sem framlag til þess. 
Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...