Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. júní 2018

Fyrsta skóflustunga að gagnaveri á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fyrirhugað er að reisa nýtt gagna­ver við Svínvetningabraut á Blönduósi undir  starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borealis Data Center ehf.
 
BDC North ehf. ætlar að byggja og reka húsið en félagið verður í eigu Ámundakinnar ehf. og Borealis Data Center.
 
Fyrstu skóflustunguna sem tekin var nýverið tóku vaskir aðilar sem komið hafa að verkefninu með ýmsum hætti í mörg ár en þeir eru Björn, Arnar Þór, Guðmundur Haukur og Ásmundur Einar.
 
Um 900 manns búa á Blönduósi, en helstu atvinnuvegir þar tengjast landbúnaði, iðnaði, verslun, þjónustu og ferðaþjónustu. Aðstæður fyrir rekstur gagnavers á Blönduósi þykja ákjósanlegar, fremur kalt loftslag, svæðið er snjólétt og þar er ekki hætta á náttúruhamförum, lóð á svæðinu var tilbúin og til reiðu en það sem mestu skipti var aðgangur að grænni orku frá Blöndu.
 
Sveitarstjórn Blönduósbæjar hafði áður samþykkt með fyrirvara að leggja fram 15 milljónir króna í húsnæði vegna gagnavers á Blönduósi. 
 
Fyrirvari sá sem sveitarstjórn setur fyrir samþykkt sinni er að þessar 15 milljónir króna verði sem aukið hlutafé í Ámundakinn ehf. og ráðist verði í byggingu á því húsnæði eins og fram kemur í gögnum sem lögð voru fram á fundinum. Jafnframt er það skilyrði samþykktar sveitarstjórnar að Ámundakinn ehf. taki þátt í stofnun fasteignafélags um byggingu á húsnæði fyrir gagnaver Blönduósi og áðurnefnd aukning á hlutafé verði notuð sem framlag til þess. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...