Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri
Fréttir 20. júlí 2015

Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktandi í Búrgúndí-héraði í Frakklandi, sem leggur áherslu á lífræna ræktun, á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt fyrir að neita að úða akra sína með skordýraeitri.

Stjórnvöld hafa fyrirskipað vínræktendum í Búrgúndí-héraði að úða vínekrur sínar með skordýraeitri til að stemma stigu við bakteríusýkingu sem herjar á vínviðarplöntur í nágrenni héraðsins. Rök þess sem neitar að eitra er að það komi ekki til greina að eyðileggja jarðveginn með eiturefnum.

Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna. Bakterían berst milli plantna með skordýrum og því talið mögulegt að hefta útbreiðslu hennar með skordýraeitri.

Um 140 þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við bóndann auk þess sem fleiri ræktendur í héraðinu eru líklegir til að fylgja í fótspor hans.

Skylt efni: Lífræn ræktun | Vínrækt

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...