Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri
Fréttir 20. júlí 2015

Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktandi í Búrgúndí-héraði í Frakklandi, sem leggur áherslu á lífræna ræktun, á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt fyrir að neita að úða akra sína með skordýraeitri.

Stjórnvöld hafa fyrirskipað vínræktendum í Búrgúndí-héraði að úða vínekrur sínar með skordýraeitri til að stemma stigu við bakteríusýkingu sem herjar á vínviðarplöntur í nágrenni héraðsins. Rök þess sem neitar að eitra er að það komi ekki til greina að eyðileggja jarðveginn með eiturefnum.

Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna. Bakterían berst milli plantna með skordýrum og því talið mögulegt að hefta útbreiðslu hennar með skordýraeitri.

Um 140 þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við bóndann auk þess sem fleiri ræktendur í héraðinu eru líklegir til að fylgja í fótspor hans.

Skylt efni: Lífræn ræktun | Vínrækt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...