Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 15. nóvember 2023

Gjaldtaka hefst á bílastæðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 1. september 2024 hefst gjaldtaka á bílastæðum við Dyrhólaey í Mýrdal.

Í Dyrhólaey hafa innviðir verið efldir síðustu ár með nýjum bílastæðum, göngustígum og salernishúsi svo eitthvað sé nefnt. Rukkað er inn á salernin á staðnum. Mikil aukning gestafjölda hefur verið á svæðinu og rekstrarkostnaður fer því samhliða ört hækkandi. Má þar nefna viðhald, umsjón bæði svæðis og salernis, landvörslu og fleira. Þjónustugjöldin, sem verða innheimt á bílastæðunum munu alfarið renna í rekstur svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Ingu Dóru Hrólfsdóttur hjá Umhverfisstofnun.

Caption

„Fundað hefur verið með sveitarfélaginu, sem er Mýrdalshreppur, og fulltrúa landeiganda og hefur komið fram á þeim fundum að þau séu sátt við þessa leið okkar. Þjónustugjöld, sem eru innheimt á bílastæði, eru einfaldari í framkvæmd heldur en fyrirkomulagið er núna, sem er gjaldavél og hlið inn á salernið. Verið er að vinna í að senda póst til helstu ferðaþjónustufyrirtækja og SAF til upplýsingar. Ákveðið var að gildistíminn væri um haustið því fyrirtæki eru þegar byrjuð að selja ferðir fyrir næsta sumar,“ segir Inga Dóra.

Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga; Matthildar Ólafsdóttur Valfells, Jóns Valfells og Vigfúsar Ásgeirssonar. Mýrdalshreppur á 53,86% Dyrhólaeyjar. Austur- og Vesturhúsajarðir í Dyrhólahverfi eiga sameiginlega nytjar í Dyrhólaey. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978 og er í umsjón Umhverfisstofnunar.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...