Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 15. nóvember 2023

Gjaldtaka hefst á bílastæðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 1. september 2024 hefst gjaldtaka á bílastæðum við Dyrhólaey í Mýrdal.

Í Dyrhólaey hafa innviðir verið efldir síðustu ár með nýjum bílastæðum, göngustígum og salernishúsi svo eitthvað sé nefnt. Rukkað er inn á salernin á staðnum. Mikil aukning gestafjölda hefur verið á svæðinu og rekstrarkostnaður fer því samhliða ört hækkandi. Má þar nefna viðhald, umsjón bæði svæðis og salernis, landvörslu og fleira. Þjónustugjöldin, sem verða innheimt á bílastæðunum munu alfarið renna í rekstur svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Ingu Dóru Hrólfsdóttur hjá Umhverfisstofnun.

Caption

„Fundað hefur verið með sveitarfélaginu, sem er Mýrdalshreppur, og fulltrúa landeiganda og hefur komið fram á þeim fundum að þau séu sátt við þessa leið okkar. Þjónustugjöld, sem eru innheimt á bílastæði, eru einfaldari í framkvæmd heldur en fyrirkomulagið er núna, sem er gjaldavél og hlið inn á salernið. Verið er að vinna í að senda póst til helstu ferðaþjónustufyrirtækja og SAF til upplýsingar. Ákveðið var að gildistíminn væri um haustið því fyrirtæki eru þegar byrjuð að selja ferðir fyrir næsta sumar,“ segir Inga Dóra.

Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga; Matthildar Ólafsdóttur Valfells, Jóns Valfells og Vigfúsar Ásgeirssonar. Mýrdalshreppur á 53,86% Dyrhólaeyjar. Austur- og Vesturhúsajarðir í Dyrhólahverfi eiga sameiginlega nytjar í Dyrhólaey. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978 og er í umsjón Umhverfisstofnunar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...