Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag, vegna versnandi rekstrarskilyrða frumframleiðenda í matvælaframleiðslu.
Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag, vegna versnandi rekstrarskilyrða frumframleiðenda í matvælaframleiðslu.
Fréttir 11. júlí 2022

Greitt verður 65% álag

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna yfirstandandi ræktunarárs.

Að þessu sinni geta bændur sótt um sérstakar álagsgreiðslur, í samræmi við ákvörðun matvælaráðherra um aðgerðir til bjargar íslenskri frumframleiðslu matvæla vegna versnandi rekstrarskilyrða af ytri orsökum. Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 3. október og skal umsóknum skilað í gegnum Afurð (afurd.is). Samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu er mikilvægt að umsóknir berist tímanlega svo hægt sé að greiða út álagsgreiðslur í byrjun október á þessu ári.

Ræktun til manneldis og fóðuröflunar

Styrkhæf jarðrækt er til að mynda ræktun á grasi, korntegundum til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er.

„Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf,“ segir í tilkynningunni.

Landgreiðslur á ræktað land sem er uppskorið

Landgreiðslur eiga við um ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn.

Fram kemur í tilkynningunni að þar sem úttekt umsókna verður ekki lokið fyrr en 15. nóvember 2022 verði álagsgreiðslur greiddar með fyrirvara um að standast úttekt. Tekið verður á misræmi milli umsókna og úttekta sem kann að koma upp við greiðslu á árlegum jarðræktarstyrkjum og landgreiðslum í byrjun desember 2022.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...