Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag, vegna versnandi rekstrarskilyrða frumframleiðenda í matvælaframleiðslu.
Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag, vegna versnandi rekstrarskilyrða frumframleiðenda í matvælaframleiðslu.
Fréttir 11. júlí 2022

Greitt verður 65% álag

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna yfirstandandi ræktunarárs.

Að þessu sinni geta bændur sótt um sérstakar álagsgreiðslur, í samræmi við ákvörðun matvælaráðherra um aðgerðir til bjargar íslenskri frumframleiðslu matvæla vegna versnandi rekstrarskilyrða af ytri orsökum. Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 3. október og skal umsóknum skilað í gegnum Afurð (afurd.is). Samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu er mikilvægt að umsóknir berist tímanlega svo hægt sé að greiða út álagsgreiðslur í byrjun október á þessu ári.

Ræktun til manneldis og fóðuröflunar

Styrkhæf jarðrækt er til að mynda ræktun á grasi, korntegundum til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er.

„Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf,“ segir í tilkynningunni.

Landgreiðslur á ræktað land sem er uppskorið

Landgreiðslur eiga við um ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn.

Fram kemur í tilkynningunni að þar sem úttekt umsókna verður ekki lokið fyrr en 15. nóvember 2022 verði álagsgreiðslur greiddar með fyrirvara um að standast úttekt. Tekið verður á misræmi milli umsókna og úttekta sem kann að koma upp við greiðslu á árlegum jarðræktarstyrkjum og landgreiðslum í byrjun desember 2022.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...