Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu
Fréttir 25. september 2015

Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sjö plantekrufyrirtækja hafa verið handteknir í Indónesíu í tengslum við gríðarlega skógarelda sem geisa þar.

Talið er að kveikt hafa verið í stóru skóglendi til að rýma fyrir ræktun á olíupálma til framleiðslu á pálmaolíu.

Skógareldarnir undanfarnar vikur eru með þeim stærstu sem orðið hafa í landinu og ná yfir um tvö hundruð þúsund hektara lands sem er að stórum hluta friðaðir frumskógar.

eykjarkófið frá eldunum er gífurlega mikið og hefur valdið mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum var lokað.

Grunur leikur á að stjórnarmenn fyrirtækja sem hafa hag af því að frumskógar séu felldir standi á bak við upptök eldanna. Sannist það eiga þeir harða dóma yfir höfði sér.

Þrátt fyrir tilraunir til að slökkva eldana hefur slíkt skilað litlum árangri og ekki hjálpar til að nú stendur yfir þurrkatímabil á þessum slóðum.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...