Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir nýr forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Fréttir 18. mars 2016

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir nýr forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála frá 15. maí næstkomandi.
 
Guðrún Þóra hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á ferðamálum undanfarin 20 ár. Hún er með meistaragráðu (MBA) í stjórnun ferðaþjónustu frá University of Guelph, Ontario í Kanada og meistaragráðu frá University of Oregon, USA í samanburðarbókmenntum. Hún leiddi uppbyggingu ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og var deildarstjóri þar í 13 ár. Hún hefur síðustu 7 árin gegnt starfi lektors við sömu deild. Guðrún Þóra sat sex ár í vísinda- og tækniráði og var um árabil fulltrúi Íslands í Norrænu Atlantshafsnefndinni (NORA). Guðrún Þóra mun sinna starfi forstöðumanns í fullu starfi frá 15. maí næstkomandi en í hlutastarfi þangað til.
 
Fráfarandi forstöðumaður, Kristín Sóley Björnsdóttir, mun sinna starfinu til 1. apríl og í kjölfarið taka við starfi kynningarstjóra hjá Menningarfélagi Akureyrar. 
Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...