Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Forsvarsmenn breska fyrirtækisins CelluComp með fullar hjólbörur af rótargrænmeti, frá vinstri Christian Kemp-Griffin framkvæmdastjóri, dr. Eric Whale og dr. David Hepworth, eigendur og stofnendur fyrirtækisins.
Forsvarsmenn breska fyrirtækisins CelluComp með fullar hjólbörur af rótargrænmeti, frá vinstri Christian Kemp-Griffin framkvæmdastjóri, dr. Eric Whale og dr. David Hepworth, eigendur og stofnendur fyrirtækisins.
Fréttir 21. febrúar 2018

Gulrótartrefjar til ýmissa hluta nytsamlegar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Hverjum hefði dottið það í hug að hægt væri að framleiða veiðistangir, hjólabretti, snyrtivörur, málningu og fleira úr trefjum gulróta? 
 
Bresku efnafræðingunum dr. David Hepworth og dr. Eric Whale hefur tekist að framleiða undraefnið Curran, sem framleitt er úr trefjum rótargrænmetis þar sem gulrætur leika aðalhlutverkið, og einblína nú á framleiðslu dufts úr efninu sem notað er í ýmsar vörur. Velkomin inn í heim vísindanna og landbúnaðar!
Fyrirtækið CelluComp var stofnað af tveimur efnafræðingum, dr. David Hepworth og dr. Eric Whale, eftir að tilraunir þeirra með að leysa út trefjar úr rótargrænmeti bar svo góðan árangur að hægt er að nýta vöruna í margvíslegan iðnað. 
 
„Hugmynd þeirra var að finna áhugaverða leið til að ná út nanó sellulósatrefjum en þó ekki úr trjávið. Trjáviður hefur hátt hlutfall af lignín ásamt þéttri og bundinni frumuskiptingu en vegna þess er nauðsynlegt að nota mikið af efnum og orku til að ná út trefjunum. David og Eric ákváðu að nota grænmeti í staðinn vegna þess að vinnsluaðferðin er mun auðveldari. Ekki var heldur verra að þeir gátu notað úrgang úr matvælaiðnaði sem annars væri hent og þeir þurftu ekki að keppa um land til matvælaframleiðslu. Úr þessu þróuðu þeir vöru sem kallast Curran, sem þýðir gulrót á gelísku,“ segir Christian Kemp-Griffin, framkvæmdastjóri CelluComp, sem kom inn í fyrirtækið fyrir sjö árum en áður hafði hann verið fjárfestir. 
 
Gulrótarduft sem aukefni
 
David og Eric byrjuðu á að búa til samsett efni búin til úr gulrótum. Hér létu þeir hugmyndaflugið ráða för og framleiddu ýmislegt úr efninu, eins og veiðistangir, hjólabretti, hjálma, hjólastell og fleira. Veiðistangirnar fóru á markað en hinar vörurnar voru einungis sýnishorn.
Undraefnið Curran, sem búið er til úr trefjum gulróta, er notað víða eins og til dæmis í málningu, snyrtivörur, pappír, matvæli, steypu og fleira.
 
„Þegar Curran-varan hafði staðist allar prófanir og sýnt var fram á hversu áhrifarík hún er fóru forsvarsmenn fyrirtækisins að íhuga hvernig ætti að taka framleiðsluna upp á næsta stig og hvernig hægt væri að búa til einfalt aukefni í stað fullunninnar vöru og úr varð framleiðsla á dufti. Það er erfitt að búa til duft þannig að hugmyndin um að búa til fullunna vöru var of metnaðarfull og of áhættusöm. Því var ákveðið að leggja áherslu á að framleiða Curran-duft sem aukefni til notkunar í nokkrum mismunandi geirum, eins og til málningar og húðunar, í snyrtivörur, pappír, matvæli, borunarvökva, steypu og fleira,“ útskýrir Christian og segir jafnframt:
 
„Það var nokkuð óljóst fyrst í hvaða geira það væri best fyrir okkur að leggja áherslu á svo við lögðum út í nokkuð mikla vinnu við hvern geira fyrir sig. Að lokum völdum við húðun sem aðalmarkmið til að stefna á til að byrja með. Eftir að við komumst að þeirri ákvörðun hefur CelluComp lagt áherslu á að koma út sérstakri vöru fyrir húðunariðnaðinn þar sem við erum komnir inn og gengur framar vonum. Nú afhendum við vöruna til viðskiptavina í Bretlandi, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu eftir að hafa byggt aðstöðu í Skotlandi sem rúmar 500 tonn.“
 
Vélrænir eiginleikar og þykk áferð
 
Fyrirtækið er á miklu flugi og ljóst að nýsköpun þess hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina Bretlands. Næsta mál á dagskrá er að fjármagna enn betri aðstöðu fyrirtækisins til að þróa Curran frekar og framleiða fleiri áhugaverðar vörur úr efninu. 
 
„Fyrir utan húðunariðnaðinn höldum við áfram að vinna að fleiri geirum en aðallega þó í gegnum samstarfsaðila. Sumt af því snýr að öðrum efnafyrirtækjum, annað að dreifingaraðilum og að öðrum hópum sem vinna að tengdum verkefnum. Allir þessir markaðir hafa einhverja hagsmuni af notkun vörunnar,“ segir Christian og bætir við:
 
„Í grundvallaratriðum bætir Curran vélrænum eiginleikum við aðrar vörur. Í málningu, sem dæmi, stöðvar það sprunguáferð, það bætir við ógagnsæi og eykur kjarrþol. Curran bætir líka við þykkt í málningu. Varðandi pappír þá bætir efnið togstyrk, í steypu getur það bætt við vélrænum styrk, í matvælum getur Curran komið í stað sykurs og fitu á sama tíma og það veitir þykkingaráferð.“
 
Hér má sjá dæmi um fullunna vöru þar sem trefjar gulróta koma að góðum notum, Whitson´s málning með rótargæðum eins og hún er markaðssett. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...