Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum
Fréttir 30. ágúst 2016

Hadda Borg Íslandsmeistari í hrútadómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram um síðustu helgi á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð sigraði mótið að þessu sinn fyrst kvenna. Alls tóku 75 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni.

Keppt er í tveimur flokkum, vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum keppa í öðrum flokknum og þar er keppt um Íslandsmeistaratitil. Í hinum flokknum keppa óvanir og hræddir hrútaþuklarar sem eiga að raða fjórum veturgömlum hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en í henni voru að  þessu sinni Jón Viðar Jónmundsson og Svanborg Einarsdóttir ráðunautur.

Karlavígið í hrútaþukli fallið

Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð, 23ja ára Strandamær, var sigurvegari mótsins að þessu sinni og Íslandsmeistari. Hún er fyrsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn í þessari keppni frá því hún var fyrst haldin fyrir þrettán árum og jafnframt langyngsti sigurvegarinn. Í öðru sæti í flokki vanra varð Jón Jóhannsson, bóndi á Þverfelli í Saurbæ í Dölum, og jafnir í þriðja sæti urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elfar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi, en sá síðastnefndi hefur sigrað 4 sinnum í þessari skemmtilegu og sérstæðu keppni.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Þórdís og Lóa, sem búsettar eru í Reykjavík, en í öðru sæti var drengur sem heitir Halldór Már. Í þriðja sæti voru svo þrír Strandamenn og náttúrubarnaskólateymi sem vann saman, Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík, Ólöf Katrín Reynisdóttir í Miðdalsgröf og Þórey Dögg Ragnarsdóttir á Heydalsá.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum, við Djúp og í Reykhólasveit. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Skylt efni: hrútadómar | Hrútaþukl

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...