Hænur í húsbíl á Tyrfingsstöðum
Það væsir ekki um hænurnar á bænum Tyrfingsstöðum í Ásahreppi því þær hafa fengið gamlan húsbíl, sem „hænsnakofa“.
„Já, bíllinn er hugsaður til þess að geta fært hænurnar til og nýtt rótunarhæfileika þeirra til að vinna með landinu. Hænurnar eru þá ekki alltaf að róta bara í kringum bæinn, heldur er líka hægt að fara með þær aðeins frá og þannig fá þær fjölbreyttari fæðu líka.
Hænurnar eru átta og þær virðast vera mjög sáttar við þennan nýja íverustað. Þær eru búnar að vera í honum í hálfan mánuð og fóru út og inn strax á fyrsta degi. Þær hættu til dæmis ekki að verpa eða neitt svoleiðis. Hugmyndin er síðan að keyra með þær í rólegheitum í bílnum í nýja haga,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, hænsnabóndi á Tyrfingsstöðum.
Hænurnar og fíni húsbíllinn á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi.