Hátíð bænda í Hörpu
Höfundur: smh
Búnaðarþing 2016 var sett 28. febrúar í Hörpu við hátíðlega athöfn. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem um 6.000 gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu.
Tuddinn og dráttarvélar
Fyrir utan tónlistarhúsið var grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn, ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum.
Meðal fyrirtækja sem kynntu vörur og þjónustu voru: Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands, Sölufélag garðyrkjumanna, Biobú, Kraftvélar, Vélfang, Fóðurblandan og Landbúnaðarháskóli Íslands.