Heildarframleiðsla á mjólk aukist í ESB
Höfundur: Vilmundur Hansen
Mjólkurframleiðsla í mörgum löndum Evrópusambandsins hefur aukist talsvert eftir að mjólkurkvóti var lagður niður 31. mars síðast liðinn.
Þetta kemur fram nýjum tölum um mjólkurframleiðslu innan ESB.
Aukningin sem um ræðir er á milli 1,2 og 11% milli landa. Mest er aukningin á Írlandi um 11%, hún er 7,2% í Ungverjalandi, 4,2% í Hollandi, 2,3% í Þýskalandi og 0,2% Danmörku.
Framleiðslan hefur aftur á móti dregist saman um 8,7% í Rúmeníu, 4,4% í Eistlandi, 3,1% í Króatíu og 1% í Svíþjóð.