Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildarsala á kjöti dregst saman
Fréttir 3. júlí 2020

Heildarsala á kjöti dregst saman

Höfundur: Hörður Kristjánssom

Sala á íslensku kjöti dróst saman um 7,5% í maí en þá voru seld rúmlega 2.176 tonn. Þá hefur verið samdráttur í heildarkjötsölu yfir heilt ár sem nemur 2,4%. Á sama tíma var aukning í sölu á kindakjöti.

Sala á alifuglakjöti er meiri en allt annað, en af því voru seld rúm 748,3 tonn í maí. Í öðru sæti var sala á svínakjöti sem nam tæplega  637,9 tonnum. Kindakjöt var í þriðja sæti en af því voru seld rúm 424,2 tonn.

Af nautgripakjöti voru svo seld tæp 347,4 tonn og tæp 18,3 tonn af hrossakjöti.
Samdráttur í kjötsölu en samt aukin kinda- og hrossakjötssala

Ef litið er á sölu yfir 12 mánaða tímabil lítur dæmið aðeins öðruvísi út. Þar kemur fram að 4,2% samdráttur hefur orðið í sölu  á alifuglakjöti, en seld voru tæp 9.390 tonn. Um 4,2% samdráttur í sölu á svínakjöti, en því seldust rúm 6.514 tonn. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti með heildarsölu upp á tæp 4.721 tonn. Um 1,6% aukning hefur hinsvegar orðið í sölu á kindakjöti og af því seldust tæp 7.060 tonn.

Einnig var 0,6% aukning í sölu á hrossakjöti, en af því seldust tæp 696 tonn. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...