Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. október 2022

Heimasmíðuð girðingavinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Hlíðar Friðriksson, bóndi í Skóghlíð í Hróarstungu, tók nýverið í notkun sérstaka vél til að hreinsa upp gamlar girðingar.

Tækið smíðaði hann sjálfur frá grunni fyrir tveimur árum og hafa tilraunir sýnt góða virkni.

Hjörtur líkir virkni vélarinnar við afrúllara sem settur er á ámoksturstæki. Á henni er glussamótor úr pökkunarvél sem snýr kefli. Vélinni er hægt að beita frá báðum hliðum, eftir því sem hentar hvoru sinni. Notandinn keyrir svo dráttarvélina meðfram girðingunni og vindur hana upp.

Mjög auðvelt er að losa járnaruslið af keflinu með því að losa endann á keflinu. Þá er hægt að beita ámoksturstækjunum til að hrista vírana af.

Girðingin er dregin í gegnum rauf milli tveggja stálprófíla sem leysir alla staura frá. Þar með er hægur leikur að aðgreina sorpið í viðeigandi flokka þegar því er skilað til endurvinnslu.

Hjörtur hefur ekki mælt nákvæmlega hver afköst vélarinnar eru, en reiknar með að geta hreinsað upp einn kílómetra af girðingu á klukkustund ef landið er sæmilega gott yfirferðar.

Skylt efni: girðingar | girðingavinda

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...