Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. október 2022

Heimasmíðuð girðingavinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Hlíðar Friðriksson, bóndi í Skóghlíð í Hróarstungu, tók nýverið í notkun sérstaka vél til að hreinsa upp gamlar girðingar.

Tækið smíðaði hann sjálfur frá grunni fyrir tveimur árum og hafa tilraunir sýnt góða virkni.

Hjörtur líkir virkni vélarinnar við afrúllara sem settur er á ámoksturstæki. Á henni er glussamótor úr pökkunarvél sem snýr kefli. Vélinni er hægt að beita frá báðum hliðum, eftir því sem hentar hvoru sinni. Notandinn keyrir svo dráttarvélina meðfram girðingunni og vindur hana upp.

Mjög auðvelt er að losa járnaruslið af keflinu með því að losa endann á keflinu. Þá er hægt að beita ámoksturstækjunum til að hrista vírana af.

Girðingin er dregin í gegnum rauf milli tveggja stálprófíla sem leysir alla staura frá. Þar með er hægur leikur að aðgreina sorpið í viðeigandi flokka þegar því er skilað til endurvinnslu.

Hjörtur hefur ekki mælt nákvæmlega hver afköst vélarinnar eru, en reiknar með að geta hreinsað upp einn kílómetra af girðingu á klukkustund ef landið er sæmilega gott yfirferðar.

Skylt efni: girðingar | girðingavinda

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...