Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heimild til samstarfs
Fréttir 21. mars 2024

Heimild til samstarfs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp um breytingu á búvörulögum er komið til umræðu á Alþingi úr atvinnuveganefnd, sem gerir ráð fyrir heimild kjötafurðastöðva til frekara samstarfs og hagræðingar.

Með frumvarpinu verða kjötafurðastöðvar, eða framleiðendafélög eins og þær eru kallaðar í frumvarpinu, undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga varðandi bann við ólögmætu samráði. Lagt er til að undanþáguheimildin taki til afurðastöðva sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu bænda eða er stýrt af bændum sem sinna slátrun og vinnslu á kjötvöru frá framleiðendum.

Sams konar frumvarp lá í lok árs 2022 í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Það byggði meðal annars á tillögum spretthópsins frá því í júní það ár, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Samkeppniseftirlitið lagðist gegn þeim hugmyndum um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga sem þá komu fram. Var talið að undanþágan færi mögulega gegn ákvæðum EES- samningsins og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda.

Atvinnuveganefnd leggur nú til breytingar eftir að hafa fengið athugasemdir við nýtt frumvarp og var málið tekið til annarrar umræðu á Alþingi á þriðjudaginn. Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu, líkt og gert var gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði.

Afurðastöðvum í kjötiðnaði verður þannig heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir að þær breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu séu jákvæðar og sníði af flesta þá agnúa sem frumvarpið hafði, bæði hvað varðar hagræðingarmöguleika og til hverra heimildin nær. „Með því að veita kjötiðnaðinum svipaða heimild og mjólkuriðnaðinum er veitt með 71. grein búvörulaga er verið að fara þá leið sem hefur verið óskað eftir frá upphafi, en þó með ákveðnum skilyrðum. Við fögnum því þeim breytingum sem hafa orðið,“ segir Margrét.

Skylt efni: afurðastöðvar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...