Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Mynd / Orkuveitan
Fréttir 14. júlí 2021

Hengillinn „teppalagður“ með 500 jarðskjálftamælum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Settir hafa verið upp 500 jarð­skjálfta­mælar á Hengils­svæðinu en það er stærsta og þétt­asta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Mælarnir bætast við um 35 mæla Orku náttúrunnar, Veðurstofu Íslands og COSEISMIQ verkefnisins sem þegar voru á svæðinu. Til saman­burðar má nefna að 56 mælar fylgj­ast með jarðhræringum á Reykja­nesi, m.a. í tengslum við Geldinga­dalagosið. Til viðbótar við hefðbundna jarðskjálftamæla eru nú ljósleiðarar einnig nýttir til mælinga á jarð­hræringum í Henglinum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Uppsetning mælanna er hluti af DEEPEN verkefninu sem ætlað er að rannsaka rætur jarðhitakerfa og safna þekkingu sem nýta má þegar farið verður að bora dýpri holur við nýtingu jarðhita. Með djúpborun má komast hjá því að bora margar grynnri holur á stærra svæði. Verkefnið er styrkt af alþjóðlega sjóðnum Geothermica, í gegnum Rannís, en sjóðurinn er samstarfsverkefni nokkurra Evrópulanda, auk Bandaríkjanna, sem veitir reglulega styrki til jarðhitarannsókna á borð við DEEPEN.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...