Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heyrnarskemmdir er ekki hægt að lækna, þær eru varanlegar
Fréttir 8. maí 2018

Heyrnarskemmdir er ekki hægt að lækna, þær eru varanlegar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fram undan er annasamur  „svefnruglingur“ hjá mörgum sauðfjárbændum og því ágætt að leiða hugann að því hvar hægt  er að spara orku til að ná að klára úthaldið sem fylgir svefnlitlum sauðburði.
 
Hægt er að minnka þreytu með mjög einföldum hætti ef tekið er tillit til eftirfarandi:
Hávaði getur verið ótrúlega þreytandi. Í einum af þessum pistlum mínum sagði ég frá því að ég hafi mælt dB hávaða í nýlegum fjárhúsum rétt fyrir morgungjöf á sauðburði. Hægt er að ná í smáforrit í síma sem mælir hávaða: leitarorð; decibel. 
 
Hávaðinn í símanum mínum mældist tiltölulega stöðugur á 105–107 dB. í nálægt 10 mínútur. Í svona miklum hávaða er ekki ráðlegt að dvelja nema 2–7 mínútur án þess að hafa tappa í eyrunum eða eyrnahlífar. 
 
Því minni hávaði því lengur helst úthaldið því hávaði er svo lýjandi. Í miklum hávaða er maður ótrúlega fljótur að verða þreyttur og að skemma í sér heyrnina er það bara ávísun á það sem kallast síþreyta.
 
Fæði og orkugjafi
 
Til að geta unnið erfiðisvinnu þarf orku í skrokkinn og það að halda út heilan sauðburð er ágætt að huga að mataræðinu. Óreglulegur svefn og matartími er ekki góður fyrir úthald. Góð ráð um rétt fæði er víða hægt að nálgast frá íþróttafólki sem stundar miklar og stífar íþróttaæfingar. 
 
Sé rennt yfir helstu áherslur um mataræði frá næringarfræðingum er greinilega af nógu að taka. Það sem hefur staðið uppúr hjá mér við lestur á hollu og næringarríku fæði er að forðast það sem kallast ruslfæði á milli mála. Halda sig frekar við að borða orkuríkar máltíðir reglulega og sleppa ruslfæði og orkudrykkjum á milli mála sem mest. Persónulega er ég mjög hrifinn af þurrkuðum ávöxtum og vatni sé mikil þörf á aukaorku á milli mála, en þetta hefur reynst mér vel þegar ég þarf aukaorku.
 
Svefnleysi er hættulegt
 
Nauðsyn þess að fá svefn er mikil, svefnlaus maður er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Eftir margar nætur og daga vakandi yfir óbornum og bornum ám á sauðburði er það hluti af daglegum verkum að þurfa að bregða sér upp í dráttarvél eða aka bíl. En er maður í standi til að stjórna ökutæki? 
 
Það er ekki að ástæðulausu sem bílstjórum á stórum bílum er bannað að aka lengur en í vissan tíma á sólarhring. Það er mat hvers og eins hvort hann sé hæfur til að aka, en viðkomandi þarf að muna að hann er ekki einn í umferðinni. Mörg umferðarslys hafa orðið vegna svefnleysis og langvarandi þreytu, fjarlægðarskynið er ekki rétt, sjón og viðbragð engan veginn að virka rétt hjá þeim sem þurfa hvíld og svefn.
Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...