Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heyskapur hefst allt að þremur vikum síðar vegna kulda í vor
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. júní 2015

Heyskapur hefst allt að þremur vikum síðar vegna kulda í vor

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kuldi á liðnu vori gerir að verkum að bændur hefja slátt mun seinna en í meðalári.  Gera má ráð fyrir að almennt hefjist heyskapur ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur.  Úthagi tekur seint við sér og fé er víða á túnum sem enn seinkar því að sláttur geti hafist.
 
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, fóðurráðgjafi hjá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins á Selfossi, var á ferð undir Eyjafjöllum í síðustu viku og segir ástandið „óttalega lélegt“. Spretta sé skammt á veg komin og víða aðeins hýjungur á túnum.  „Þetta er frekar slakt í ár, ég hugsa að hún sé allt að  þremur til fjórum vikum seinni en vanalega. Ég á ekki von á að bændur byrji að slá hér sunnan heiða fyrr en undir mánaðamót júní/júlí, en algengast er að hér sé allt komið á fullt í kringum 20. júní,“ segir Jóna.
 
Ekki sérlega bjart yfir núna
 
Fé er enn á túnum og tekur mikið af fyrstu uppskeru, sem þýðir að sláttur hefst enn seinna. „Ofan á það bætist að bændur eru sums staðar að verða heylausir, víða eru alltof margir gripir heima við, komast ekki í sláturhús vegna verkfalls dýralækna. Úthagi tekur líka hægt við sér,  þannig að fé fer eflaust í seinna lagi á fjall. Þá kemur kornið líka illa upp í ár, þannig að útlitið er ekki sérlega bjart núna, en maður veit aldrei hver þróunin verður,“ segir Jóna. Hún telur þó margt benda til að að hey verði góð eftir sumarið, ólíkt því sem varð í fyrra þar sem magnið var umtalsvert meira en gæðin.
 
Vel getur sprottið ef hlýnar
 
„Staðan á Vesturlandi er í raun eins og víðast hvar á landinu, allt er um það bil tveimur til þremur vikum á eftir meðalári,“ segir Borgar Páll Borgarsson, fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML á Hvanneyri. Og tekur fram að meðalár séu reyndar misjöfn eftir því við hvaða árabil sé miðað. „Sprettan gæti þó orðið mjög hröð ef það hlýnar eitthvað að ráði. Sauðfjárbændur munu þurfa að beita tún töluvert lengi þar sem úthagi er seinn til og það seinkar heyskap hjá þeim enn frekar.“
 
Tún nyrðra koma falleg undan vetri
 
Sigurgeir Hreinsson, fram­kvæmda­stjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir slátt ekki hafinn í Eyjafirði, en undanfarin ár hafi nokkrir bændur yfirleitt verið byrjaðir um þetta leyti. „Það er talsvert í að almennur sláttur hefjist hér um slóðir, ég hugsa að bændur byrji ekki fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð,“ segir hann.  Á liðnu ári var allt óvenju snemma á ferðinni og því vart hægt að bera það ár saman við yfirstandandi ár. „Ef horft er lengra aftur í tímann var algengara að bændur byrjuðu slátt í kringum 20. júní.  Að því leyti til er þetta ár ekki ólíkt því sem var hér áður fyrr.“ 
 
Heilt yfir segir hann tún koma falleg undan vetri, lítið sem ekkert sé um kal þetta árið sem vissulega sé gleðilegt.  „Túnin líta þokkalega vel út og það getur allt gerst, sumarið er rétt að byrja.“

Skylt efni: kuldatíð | heyskapur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...