Sumarið sem aldrei kom
Bændur á stórum hluta landsins segja heyannir í sumar hafa verið með þeim erfiðustu í mörg ár en yfirleitt rættist úr uppskeru. Bændablaðið tók púlsinn hringinn í kringum landið.
Bændur á stórum hluta landsins segja heyannir í sumar hafa verið með þeim erfiðustu í mörg ár en yfirleitt rættist úr uppskeru. Bændablaðið tók púlsinn hringinn í kringum landið.
Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu.
Fyrir skemmstu komu til landsins tvær Kubota FastBale rúllusamstæður sem hafa þá sérstöðu að ekki þarf að nema staðar til þess að klára að binda hverja rúllu.
Umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga og hefur mikil hugarfarsbreyting átt sér stað síðustu ár. Mikilvægi endurvinnslu er orðin skýr og einstaklingar vilja vera umhverfisvænni og velja eftir því.
„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síðbúna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.
Þó það hafi verið veðurblíða í sumar víða um land, einkum á Norður- og Austurlandi, þá var því ekki að heilsa á Snæfellsnesi. Þar lentu bændur víða í erfiðleikum vegna rigninga og hey hröktust á túnum.
Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið heyskap erfitt fyrir, háin hefur sprottið vel en erfitt að finna heppilegt veður til að slá. Almennt eru bændur búnir með slátt þetta sumarið, en hann hófst seinna en vant er þar sem vorið var sérlega kalt og spretta lítil framan af. Hlýindi á norðan- og austanverðu landin...
Fyrri slætti er víðast hvar lokið í Eyjafirði og var þokkalegur, að sögn Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarfélags Eyjafjarðar.
Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjölfar mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún.
Á bænum Garði í Eyjafjarðarsveit var fyrri part þessarar viku tekin í noktun ný flatgryfja.
„Heyskapur er á fullu þessa dagana en því er ekki að neita að bændur eru að verða aðeins áhyggjufullir þar sem spretta er víðast hvar slök, maí og júní voru frekar svalir, auk þess er það orðið mjög þurrt þótt engin séu harðindin samt,“ segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, um heyskapinn í Eyjafirði.
Töluverð umræða hefur verið um það meðal bænda og í fréttum að Matvælastofnun (Mast) geri strangari kröfur til útflutnings á heyi en Norðmenn gera til innflutnings.
Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka. Norðmenn leita nú aðstoðar frá nágrönnum sínum, m.a. hér á landi
„Það er varla nokkur maður kominn af stað með heyskap hér um slóðir,“ segir Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum.
Bændur á Suðurlandi hafa almennt farið hægt af stað í heyskap á þessu sumri, „þeir eru að bíða eftir meiri sprettu,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, fóðurráðgjafi hjá RML á Selfossi.
Kuldi á liðnu vori gerir að verkum að bændur hefja slátt mun seinna en í meðalári. Gera má ráð fyrir að almennt hefjist heyskapur ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Úthagi tekur seint við sér og fé er víða á túnum sem enn seinkar því að sláttur geti hafist.