Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Eyjafjarðará var í ham vegna mikilla hlýinda norðanlands og snjóbráðnunar í fjöllum. Þessi mynd var tekin við ána skammt utan við flugvöllinn og horft yfir á austurbakkann.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 14. júlí 2021

Flóð ollu umtalsverðu tjóni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur á nokkrum bæjum, einkum í Eyjafjarðarsveit, sitja uppi með umtalsvert tjón í kjöl­far mikilla flóða í liðinni viku. Eyjafjarðará flæddi á nokkrum stöðum yfir bakka sína og yfir tún. Þess eru dæmi, að sögn Sigurgeirs B. Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að allt að helmingur ræktarlands hafi farið undir vatn. Sigurgeir segir að leysingar sem urðu í Eyjafirði í síðastliðinni viku séu þær mestu sem menn hafi séð í allt að 35 ár. Þó minnist menn að mikil flóð hafi orðið bæði árin 1986 og eins 1995. Hann segir að ekki liggi fyrir úttekt á því tjóni sem flóðið olli, ljóst sé þó að það sé töluvert á einstaka bæjum í Eyjafirði.

Að vanda sig sem kostur er

Heyskapur er um hálfum mánuði seinna á ferð í sumar en í meðalári að sögn Sigurgeirs. Hann segir stöðuna ekki alveg upp á það besta. Kal var þó nokkuð í fyrravor sem gerði að verkum að uppskera var minni en vant er. Ofan á það bættist kalt og erfitt vor, búfénaður var lengi á húsum og vel gekk á birgðir af þeim sökum. Margir bændur voru því orðnir tæpir með hey í sumarbyrjun. „Nú er allt skraufþurrt og endurvöxtur fer hægt af stað. Þá gildir næstu vikur að vanda sig sem kostur er, dreifa áburði á hana og reyna að ná heyinu á réttum tíma, ekki of snemma og ekki of seint,“ segir Sigurgeir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...