Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vætutíð hefur einkennt veðurfarið á Snæfellsnesi sumarið 2021. Ekki endilega stórrigningar en alltaf einhver væta upp á hvern sólarhring frá því í júní. Flestir hafa náð inn ágætu magni en heyin eru blaut.
Vætutíð hefur einkennt veðurfarið á Snæfellsnesi sumarið 2021. Ekki endilega stórrigningar en alltaf einhver væta upp á hvern sólarhring frá því í júní. Flestir hafa náð inn ágætu magni en heyin eru blaut.
Mynd / Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Fréttir 27. september 2021

Erfitt og leiðinlegt sumar að baki en allir eiga nóg hey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Þó það hafi verið veðurblíða í sumar víða um land, einkum á Norður- og Austurlandi, þá var því ekki að heilsa á Snæ­fellsnesi. Þar lentu bændur víða í erfiðleikum vegna rigninga og hey hröktust á túnum.

„Staðan er ekki sérlega góð, en ég held að allir hafi náð að heyja að mestu leyti og séu vel heyjaðir þannig að það verða engin vandræði,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi á Syðri-Knarrartungu í Beiðuvík í Snæfellsbæ.

Vætutíð hefur einkennt sumarið þar um slóðir og nánast einhver úrkoma verið upp á dag frá því um miðjan júlí. Grámi yfir öllu segir hún, þoka og skýjað, „þannig að það er dimmt yfir og ég hef þurft að kveikja ljós upp á hvern dag í allt sumar. Þetta er eiginlega með ólíkindum. Ég man vel eftir rigningartíð að sumarlagi hér en aldrei eins og núna,“ segir hún.

Fyrst og fremst hefur tíðin verið mjög leiðinleg og heyskapur erfiður.

„Þetta byrjaði með kuldatíð í vor og fram í júní en þá breytti um og rigningartíðin tók við og á henni er bara ekki neitt lát. Það hefur rignt hér eitthvað á hverjum sólarhring í alltof langan tíma, stundum lítið en stundum líka rosalega mikið. Við vorum að slá og rúlla í rigningu marga daga. Heyið sem fékkst fyrst í sumar er ljómandi gott en svo fer mesti glansinn af því þegar fór að líða á og það sem rúllað var undir það síðasta er frekar óspennandi, eiginlega hálffúlt,“ segir Guðný.

Eitthvað eiga bændur eftir að ná inn af há og nokkrir eru með grænfóður, en Guðný segir að grænfóðursstykkin séu svo gott sem ófær vegna bleytu, vart hægt að komast um flagið með tækin.

Algjört óþurrkasumar

Undir það tekur Laufey Bjarnadóttir á Stakkahamri í Eyja- og Miklaholtshreppi en þar var farið um grænfóðursstykki nýverið þegar veður var þokkalegt en spá fram undan upp á rok og rigningu. Það var því að hrökkva eða stökkva og slapp til með slátt en náðist ekki að rúlla allt. Stykkið er í framræstri mýri og fór svo að dráttarvél festist og þurfti að kalla til stærri og öflugri tæki til að draga upp.

„Þetta verður örugglega eftirminnilegt,“ segir hún.

Laufey kveðst oft áður hafa upplifað vætusumur, en þetta hafi að því leyti verið ólíkt að engar stórrigningar hafi einkennt sumarið.

„Þetta var algjört óþurrkasumar má segja, það var ein átt í boði, suðvestanátt, og henni fylgir súld og þoka. Það var lítils háttar væta alla daga, endalaus ófriður,“ segir hún. Þá hafi gosmistur, sem iðulega var yfir svæðinu, sett strik í reikninginn að því leyti að ómögulegt var að lesa í veðrið líkt og áður.

Hún segir að nóg sé til af heyi eftir sumarið, það vanti ekki en það sé nokkuð blautt. Sem betur fer megi ýmsu bjarga með þeirri heyskapartækni sem í boði er um þessar mundir, „sem betur fer hefur tækni fleygt fram í þessum efnum, ég hefði ekki boðið í þetta fyrir tíma rúlluvélanna,“ segir hún en íblöndunarefni bjargi líka því sem bjargað verður. 

Skylt efni: heyskapur | heyöflun | heyfengur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...