Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tryggvi Marinósson stendur hér við heyrúllu í Hvítanesi sem pakkað var
með 100% endurunnu plasti síðasta sumar.
Tryggvi Marinósson stendur hér við heyrúllu í Hvítanesi sem pakkað var með 100% endurunnu plasti síðasta sumar.
Mynd / Skessuhorn/MM
Fréttir 17. ágúst 2022

Endurunnið rúlluplast prófað við íslenskar aðstæður

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga og hefur mikil hugarfarsbreyting átt sér stað síðustu ár. Mikilvægi endurvinnslu er orðin skýr og einstaklingar vilja vera umhverfisvænni og velja eftir því.

Plastnotkun bænda við heyskap er enn óhjákvæmileg en nú er komið í prófun heyrúlluplast úr 100% endurunnu plasti frá fyrirtækinu Folgos í Póllandi.
Helstu framleiðendur á rúlluplasti eru farnir að bjóða upp á plast þar sem endurunnu rúlluplasti er blandað saman við nýtt plast og eru jafnvel dæmi um prófun og þróun á 100% endurunnu rúlluplasti.

Tryggvi Þór Marinósson og Björgúlfur Bóasson nýttu sér heimsfaraldurinn í að stofna nýtt sprotafyrirtæki, Silfraberg. Silfraberg sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á umhverfisvænum umbúðalausnum. Þrátt fyrir stutta rekstrarsögu hefur Silfraberg náð góðum árangri að mati Tryggva. „Þetta er ungt fyrirtæki sem ég og mágur minn stofnuðum með það að leiðarljósi að aðstoða fyrirtæki í að minnka plastnotkun í starfsemi sinni. Annaðhvort með því að breyta efnisnotkun fyrirtækja úr plasti yfir í önnur efni eða þá hreinlega með því að besta ákveðna ferla t.d. plöstun á vörubrettum.“

Hann segir að árið 2021 hafi Silfraberg minnkað plastnotkun hjá viðskiptavinum sínum um 50,8 tonn og þar með minnkað kolefnisútblástur um 130 tonn.

Nú komið að bændum

Tryggvi er fæddur og alinn upp í sveit, í Hvítanesi í Skilmannahreppi, en foreldrar Tryggva og Jón Þór, bróðir hans, eru bændur þar í dag. Bændastörf standa Tryggva því nærri og þegar hann rakst á 100% endurunnið rúlluplast frá fyrirtækinu Folgos í Póllandi varð hann að flytja inn vöruna til prófunar.

„Jákvæð umhverfisleg áhrif af notkun á endurunnu plasti í stað þess sem framleitt er úr frumefnum er verulegur. Til að framleiða kíló af venjulegu rúlluplasti verða til 2,6 kg af kolefnisútblæstri en endurunnið plast lækkar kolefnisútblásturinn um allt að 79%. Þetta er því afar áhugaverð vara að mínu mati sem gæti komið íslenskum bændum í fremstu röð í heiminum hvað varðar lágmörkun kolefnisútblásturs vegna notkunar á plasti til heyverkunar,“ segir Tryggvi.

Nánast allt plast sem bændur nota í dag hér á landi er unnið úr frumefnum. Ef plastið stenst prófanir við íslenskar aðstæður og niðurstaðan yrði sú að plastið sé sambærilegt hefðbundnu heyrúlluplasti, yrði plastið góð viðbót við lausnir á því að gera íslenskan landbúnað umhverfisvænan.

Mælingar á virkni plastsins sýna hvort munur verði á fóðurgæðum í því heyi sem pakkað er inn með hinu nýja endurunna plasti. Mynd/ TM

Prófanir hjá Landbúnaðarháskólanum

Plastið frá Folgos er í notkun víða í Evrópu, t.d. í Póllandi, Noregi, Hollandi og Þýskalandi en ekki er enn komin reynsla á það hér á landi. Í sumar fer plastið í almenna prófun hér á landi og mun Landbúnaðarháskóli Íslands framkvæma ítarlegar gæðaprófanir.

„Mælingar þeirra munu sýna hvort munur sé á fóðurgæðum í því heyi sem pakkað er inn með 100% endurunna plastinu miðað við hey sem pakkað er inn í hefðbundið heyrúlluplast. Ef plastið reynist vel við íslenskar aðstæður í sumar þá munum við taka mikið stærra skref árið 2023 og flytja inn enn meira magn af plastinu,“ segir Tryggvi.

Plastið er nú þegar til sölu í Fóðurblöndunni og er ekki mikill
verðmunur á því og á öðru plasti.

Tryggvi flutti inn tiltölulega lítið magn af vörunni enda vill hann að reynsla fáist á plastið áður en verulegt magn verður flutt inn.

Nú þegar séu bændur farnir að kaupa plastið, en einungis fyrir nokkrar rúllur til að prófa með venjulegu plasti. Þannig vonast Tryggvi til að varan fái sem víðtækustu reynsluna. Tryggvi og Jón Þór, bróðir hans prófuðu plastið
á nokkrar rúllur síðasta sumar.

„Þetta er alveg eins og annað plast í notkun. Það fer í allar rúlluvélar og virkni plastsins er algjörlega sambærilegt öðru plasti sem framleitt er úr frumefnum. Þegar við prófuðum það á nokkrar rúllur í Hvítanesi gekk það gríðarlega vel, það t.d. slitnaði aldrei. Hver veit nema eftir nokkur ár munum við lifa í fullkomnum heimi þar sem bændur munu nota sama rúlluplastið ár eftir ár.“

Skylt efni: heyskapur | rúlluplast | heyrúllur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...