Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs
Mynd / ÁÞ
Fréttir 8. ágúst 2018

Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Töluverð umræða hefur verið um það meðal bænda og í fréttum að Matvælastofnun (Mast) geri strangari kröfur til útflutnings á heyi en Norðmenn gera til innflutnings. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun setur stofnunin engar reglur um útflutning á heyi og engin skilyrði til slíks útflutnings.

Hjalti Andrason, fræðslustjóri Mast, segir að öll skilyrði séu sett af innflutningslandi eins og er almennt með heilbrigðisvottorð, í þessu tilviki af norskum stjórnvöldum.

„Norsk stjórnvöld krefjast heilbrigðisvottorðs sem gefið er út af Matvælastofnun og stjórna þau innihaldi vottorðsins,“ segir Hjalti.

Í vottorðinu þarf að staðfesta eftirfarandi að kröfu Norðmanna: „The hay/straw product(s) described above has(ve) been harvested from a region where there are no restrictions due to contagious animal disease.“ Á íslensku útleggst það sem: „Heyið sem lýst er að ofan er slegið á svæði þar sem eru engar kvaðir vegna smitandi dýrasjúkdóma“.

Af þessari ástæðu getur Matvælastofnun ekki skrifað undir heilbrigðisvottorð fyrir hey úr varnarhólfum þar sem riða hefur greinst á síðustu 20 árum. Á þeim svæðum ríkja höft vegna smitsjúkdóma í dýrum.

„Það er rétt að taka fram að þessar kröfur lágu ekki fyrir fyrr en í lok júlí. Það verður þar af leiðandi ekki séð að tafir á útflutningi séu af völdum Matvælastofnunar en útgáfa heilbrigðisvottorða samkvæmt skilyrðum Norðmanna hófst í byrjun ágúst,“ segir Hjalti.

Unnið að breytingum

Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að þrýstingur sé á norsku matvælastofnunina, Mattilsynet, að breyta orðalagi í heilbrigðisvottorði á þá vegu að í stað þess að banna innflutning frá ákveðnum svæðum á Íslandi verði einstaka bæir skilgreindir sérstaklega þar sem bannað er að kaupa hey. Þá gildi reglan um að minnst 10 ár séu frá því að riða eða garnaveiki greindist á bænum.

Hjalti Andrason staðfestir, í samtali við Bændablaðið, að Norðmenn séu nú að endurskoða þetta ákvæði á vottorðinu að beiðni Matvælastofnunar en á meðan krafan stendur óbreytt af þeirra hálfu þá getur Matvælastofnun ekki gefið út heilbrigðisvottorð fyrir útflutningi á heyi frá sýktum varnarhólfum til Noregs.  

Skylt efni: heyskapur | heysala | Noregur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...