Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hefur aldrei slegið í október fyrr
Mynd / Guðmundur Rafn Guðmundsson
Fréttir 21. október 2021

Hefur aldrei slegið í október fyrr

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síðbúna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.

Hann sló síðast 10. ágúst síðastliðinn, en svo voru alls kyns verkefni önnur sem þurfti að setja í forgang, eins og að taka upp kartöflur, auk þess sem veður var ekki alltaf hliðhollt. Undanfarið hefur verið gríðarleg rigningartíð sem hentar ekki fyrir heyskap að hausti. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningarkafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ segir Stefán og bætir við að nú sé hann steinhættur.

„Ætli maður splæsi ekki á sig soðbrauði með hangikjöti,“ svarar Stefán, spurður hvort ekki ætti að halda upp á daginn og heyskaparlokin.

Sláttur á Syðri-Grund í október. Stefán bóndi náði um 100 rúllum á tveimur dögum.

Skylt efni: heyskapur | Sláttur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...