Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mögulegur heyútflutningur í skoðun
Mynd / BBL
Fréttir 13. júlí 2018

Mögulegur heyútflutningur í skoðun

Höfundur: Bjarni Rúnars

Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka.  Unnið er að því þessa dagana að kanna möguleika á að mæta eftirspurn norskra bænda eftir heyi og útfæra með hvaða hætti staðið yrði að slíkum útflutningi. Vegna góðrar tíðar árið 2017 sitja margir bændur á miklum fyrningum sem gætu reynst verðmætir í slíkum viðskiptum.

Verklag í smíðum

Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir að verklag varðandi heysölu sé í smíðum á milli  Matvælastofnunar og Norsku Matvælastofnunarinnar. Heyin sem óskað er eftir þurfi að vera af öllum toga og ekki sé útséð um hversu mikið magn verði flutt út, ef til þess kemur yfir höfuð. Þá séu viðræður um verð ekki tímabærar.  Líklegt sé að innflutningsaðili í Noregi muni sjá um framkvæmd viðskiptanna og það eigi eftir að koma í ljós hvert verðið verður fyrir heyið. Hún telur  að hár flutningskostnaður muni  halda aftur af verði á innanlandsmarkaði  þrátt fyrir útflutning og segist treysta bændasamfélaginu til að mæta innanlandsþörf með sanngjörnum hætti. Á þessum tímapunkti telur hún ekki ráðleggt að íslenskir bændur fari út í fjárfestingar í ræktun til að anna þessari eftirspurn, óvissan sé en umtalsverð.

 

Skylt efni: heyskapur | útflutningur | Þurrkar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...