Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mögulegur heyútflutningur í skoðun
Mynd / BBL
Fréttir 13. júlí 2018

Mögulegur heyútflutningur í skoðun

Höfundur: Bjarni Rúnars

Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka.  Unnið er að því þessa dagana að kanna möguleika á að mæta eftirspurn norskra bænda eftir heyi og útfæra með hvaða hætti staðið yrði að slíkum útflutningi. Vegna góðrar tíðar árið 2017 sitja margir bændur á miklum fyrningum sem gætu reynst verðmætir í slíkum viðskiptum.

Verklag í smíðum

Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir að verklag varðandi heysölu sé í smíðum á milli  Matvælastofnunar og Norsku Matvælastofnunarinnar. Heyin sem óskað er eftir þurfi að vera af öllum toga og ekki sé útséð um hversu mikið magn verði flutt út, ef til þess kemur yfir höfuð. Þá séu viðræður um verð ekki tímabærar.  Líklegt sé að innflutningsaðili í Noregi muni sjá um framkvæmd viðskiptanna og það eigi eftir að koma í ljós hvert verðið verður fyrir heyið. Hún telur  að hár flutningskostnaður muni  halda aftur af verði á innanlandsmarkaði  þrátt fyrir útflutning og segist treysta bændasamfélaginu til að mæta innanlandsþörf með sanngjörnum hætti. Á þessum tímapunkti telur hún ekki ráðleggt að íslenskir bændur fari út í fjárfestingar í ræktun til að anna þessari eftirspurn, óvissan sé en umtalsverð.

 

Skylt efni: heyskapur | útflutningur | Þurrkar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...