Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mögulegur heyútflutningur í skoðun
Mynd / BBL
Fréttir 13. júlí 2018

Mögulegur heyútflutningur í skoðun

Höfundur: Bjarni Rúnars

Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka.  Unnið er að því þessa dagana að kanna möguleika á að mæta eftirspurn norskra bænda eftir heyi og útfæra með hvaða hætti staðið yrði að slíkum útflutningi. Vegna góðrar tíðar árið 2017 sitja margir bændur á miklum fyrningum sem gætu reynst verðmætir í slíkum viðskiptum.

Verklag í smíðum

Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir að verklag varðandi heysölu sé í smíðum á milli  Matvælastofnunar og Norsku Matvælastofnunarinnar. Heyin sem óskað er eftir þurfi að vera af öllum toga og ekki sé útséð um hversu mikið magn verði flutt út, ef til þess kemur yfir höfuð. Þá séu viðræður um verð ekki tímabærar.  Líklegt sé að innflutningsaðili í Noregi muni sjá um framkvæmd viðskiptanna og það eigi eftir að koma í ljós hvert verðið verður fyrir heyið. Hún telur  að hár flutningskostnaður muni  halda aftur af verði á innanlandsmarkaði  þrátt fyrir útflutning og segist treysta bændasamfélaginu til að mæta innanlandsþörf með sanngjörnum hætti. Á þessum tímapunkti telur hún ekki ráðleggt að íslenskir bændur fari út í fjárfestingar í ræktun til að anna þessari eftirspurn, óvissan sé en umtalsverð.

 

Skylt efni: heyskapur | útflutningur | Þurrkar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...