Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Íslenskir kjötframleiðendur eiga í harðri samkeppni við ört vaxandi innflutning.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2018

Hlutdeild innflutts kjöts fer vaxandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þegar skoðuð eru síðustu 3 ár sést aukning á öllum vörum öðrum en nautakjöti en þar hefur innlend framleiðsla aukist eftir slakt ár 2015.
 
Nær allur innflutningur á kjöti og kjötvörum er af úrbeinuðu kjöti. Ef sá innflutningur er umreiknaður í kjöt með beini til samræmis við hvernig innlendar framleiðslu- og sölutölur eru settar fram, skýrist myndin enn frekar. 
 
Hér á eftir er notast við sömu umreikniaðferðir og notaðar voru í skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá desember 2014.
 
Hlutdeild innflutnings í alifuglakjötssölu, svínakjötssölu og nautakjötssölu, þegar búið er að umreikna innflutning í kjöt með beini eftir þessum aðferðum, hefur þróast eins og sést á mefylgjandi töflum. 
Þannig var hlutdeild innflutts alifuglakjöts á síðasta ári 19% og var orðið 13% á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018. 
 
Í svínakjötinu var hlutfall innflutts kjöts umreiknað með beini 27% á árinu 2017. Var það hlutfall komið í 24% eftis fyrstu sjö mánuðina 2018. 
 
Í nautakjötinu var hlutfallið 22% í fyrra og var komið í 21% á fyrstu sjö mánuðum yfirstandandi árs. 
 
Margfaldur innflutningur miðað við tollkvóta ESB og WTO
 
Rétt er að undirstrika að inn­flutningur þessara kjöttegunda er margfaldur í magni á við það sem tollkvótar í samningum við ESB og WTO kveða á um. Stórfelldur innflutningur, einkum á svína- og nautakjöti, er á lægri tollum sem opnað er fyrir þegar skilgreindur er skortur á markaði samkvæmt XII kafla búvörulaga. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...