Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason
Fréttir 26. september 2018

Hlýnun Atlantshafsins og aukið regn í Amason

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar kannanir sýna að jafnhliða hlýnum Atlantshafsins vegna hlýnunar jarðar er veðurfar í Amason að breytast og regn að aukast.

Afleiðingar hlýnunar jarðar eru margvíslegar og má þar nefna hlýnun sjávar, bráðnun jökla og hækkun sjávar, fárviðri eru tíðari og þurrkar algengari og standa lengur yfir. Áhrifa hlýnunarinnar gæta víða og eru ekki staðbundin, því eins og stundum er sagt þá breytist veðrið á Íslandi þegar fiðrildi í Ástralíu blakar vængjunum. Breytingar á veðri á einum stað geta því haft áhrif á veðurfar annars staðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kínverskir og brasilískir vísinda­menn birtu nýlega niður­stöðu könnunnar á breytingum á úrkomu í Amason-frumskóginum í tímariti sem nefnist Environmental Researsch Letters.

Í greininni segir meðal annars að árinu í Amason sé skipt í regn- og þurrkatímabil og að samanburður á veðurfarsupplýsingum undan­farinna áratuga sýni að regntímabilið hafi verið að lengjast í báða enda. Auk þess sem úrkoma hefur aukist um 180 til 600 millimetra á ári.

Samkvæmt könnun greinar­höfunda helst aukin úrkoma í Amason í hendur við hlýnun sjávar í Atlantshafinu. Um 20% af ferskvatni heimsins á uppruna sinn í Amason-skógunum og uppgufun frá þeim á þurrkatímabilum er gríðarleg og hefur áhrif á veðurfar víða um heim. Allar breytingar á veðurfari í Amason munu því hafa ófyrirsjáanleg áhrif á veðurfar annars staðar í heiminum því slíkt er hið dásamlega samhengi alls í veröldinni. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...