Höfuðstórt avókadóafbrigði ræktað í Ástralíu
Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadóafbrigði sem sögur fara af.
Lengi vel var sagt að allt væri stórt í Ameríku og enn stærra í Texas en nú hafa Ástralir skotið Könnunum ref fyrir rass og sett á markað stærsta avókadó afbrigði sem sögur fara af.
Afbrigðið sem hefur fengið heitið Avozilla og höfuðið á japanska skrímslinu Gozilla vegur rúmt eitt og hálft kíló og er á stærð við meðal mannshöfuð. Þeir sem bragðað hafa á Avozilla segja að það sé eins og venjulegt avókadó og líti út eins og avókadó en bara margfalt stærra og, ef eitthvað er, mýkra undir tönn.
Avozilla kom fyrst fram í Suður-Afríku og hefur verið lítillega ræktað þar og hefur aldið verið fáanlegt í verslunum á Bretlandseyjum annað slagið.
Frá Suður-Afríku barst afbrigði til Ástralíu 1957 en það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að farið er að rækta aldinið í stórum stíl og selja á almennum markaði.
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó þyngsta avókadó sem skráð er 2,3 kíló. Ekki kemur fram í skráningu Heimsmetabókarinnar hvert afbrigðið er og er það miður.