Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Mynd / Léttir / Bjarney Anna
Fréttir 7. júní 2017

Hver viðburðurinn á fætur öðrum hjá Létti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur verið mikið um að vera hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri undanfarið, Vormóti nýlokið, mótaröð æskunnar sömuleiðis og áður hafði félagið efnt til tveggja stórskemmtilegra viðburða, Bellutölts og Norðlensku hestaveislunnar.
 
Mótaröð æskunnar er stigakeppni eins og í eldri mótaröðunum og þar var hart barist til síðasta spretts. Leikar fóru svo að nafnarnir Egill Már Vignisson og Egill Már Þórsson höfðu sigur úr býtum í sínum flokkum og Auður Karen Auðbjörnsdóttir fór með sigur af hólmi í barnaflokki. 
 
Hestaveisla
 
Norðlenska hestaveislan er heilmikill viðburður, stóð yfir frá föstudegi til sunnudagsmorguns og hófst með sýnikennslu Huldu Gústafsdóttur á Hnokkasyninum Val frá Árbakka. Um kvöldið fór fram viðburðurinn Fákar og fjör, fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem m.a. Bjarki Fannar Brynjuson úr hestamannafélaginu Hring á Dalvík var útnefndur Bjartasta vonin. 
 
Um 80 manns tóku þátt í ferðalagi um héraðið sem hófst í Líflandi, þaðan lá leiðin í Ferðaþjónustuna Skjaldarvík og að því búnu litið við í hesthúsinu á Skriðu og síðan í Garðshorn. Þar sýndu ábúendur, Birna og Agnar, hinn feykifallega Adrían frá Garðshorni sem þau ræktuðu undan Eldingu frá Lambanesi þar sem þau bjuggu áður. 
 
Um kvöldið var hin margrómaða Stóðhesta­veisla sem hrossarækt.is stendur jafnan fyrir, en á hverju ári styrkir félagið gott málefni, að þessu sinni Umhyggju – félag langveikra barna. Kvöldið var vel heppnað, mikil fjölbreytni í þeim hestum sem sýndir voru.
Bellutöltið
 
Hið árlega Bellutölt var einnig haldið fyrir skömmu og óhætt að segja að keppnisandinn hafi verið í góðu lagi og baráttan mikil. Alls skráðu 45 glæsilegar meyjar sig til leiks. Háar tölur fóru ótt og títt á loft og oftast var það sex og yfir enda tilefnið ærið. Búningarnir voru líka hverjum öðrum glæsilegri enda kúrekaþema mótsins í ár og margar báru byssur í streng í keppninni.

9 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...