Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Mynd / Léttir / Bjarney Anna
Fréttir 7. júní 2017

Hver viðburðurinn á fætur öðrum hjá Létti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur verið mikið um að vera hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri undanfarið, Vormóti nýlokið, mótaröð æskunnar sömuleiðis og áður hafði félagið efnt til tveggja stórskemmtilegra viðburða, Bellutölts og Norðlensku hestaveislunnar.
 
Mótaröð æskunnar er stigakeppni eins og í eldri mótaröðunum og þar var hart barist til síðasta spretts. Leikar fóru svo að nafnarnir Egill Már Vignisson og Egill Már Þórsson höfðu sigur úr býtum í sínum flokkum og Auður Karen Auðbjörnsdóttir fór með sigur af hólmi í barnaflokki. 
 
Hestaveisla
 
Norðlenska hestaveislan er heilmikill viðburður, stóð yfir frá föstudegi til sunnudagsmorguns og hófst með sýnikennslu Huldu Gústafsdóttur á Hnokkasyninum Val frá Árbakka. Um kvöldið fór fram viðburðurinn Fákar og fjör, fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem m.a. Bjarki Fannar Brynjuson úr hestamannafélaginu Hring á Dalvík var útnefndur Bjartasta vonin. 
 
Um 80 manns tóku þátt í ferðalagi um héraðið sem hófst í Líflandi, þaðan lá leiðin í Ferðaþjónustuna Skjaldarvík og að því búnu litið við í hesthúsinu á Skriðu og síðan í Garðshorn. Þar sýndu ábúendur, Birna og Agnar, hinn feykifallega Adrían frá Garðshorni sem þau ræktuðu undan Eldingu frá Lambanesi þar sem þau bjuggu áður. 
 
Um kvöldið var hin margrómaða Stóðhesta­veisla sem hrossarækt.is stendur jafnan fyrir, en á hverju ári styrkir félagið gott málefni, að þessu sinni Umhyggju – félag langveikra barna. Kvöldið var vel heppnað, mikil fjölbreytni í þeim hestum sem sýndir voru.
Bellutöltið
 
Hið árlega Bellutölt var einnig haldið fyrir skömmu og óhætt að segja að keppnisandinn hafi verið í góðu lagi og baráttan mikil. Alls skráðu 45 glæsilegar meyjar sig til leiks. Háar tölur fóru ótt og títt á loft og oftast var það sex og yfir enda tilefnið ærið. Búningarnir voru líka hverjum öðrum glæsilegri enda kúrekaþema mótsins í ár og margar báru byssur í streng í keppninni.

9 myndir:

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.