Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Styrkjum var úthlutað í  verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Styrkjum var úthlutað í verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Mynd / Vefur Byggðastofnunar
Fréttir 25. ágúst 2021

Hyggjast hefja framleiðslu á borgfirskum bjór

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjö milljónum króna hefur verið úthlutað úr frumkvæðissjóði Betri Borgarfjarðar til samfélagslegra verkefna. Í fyrsta sinn síðan verkefnið hófst árið 2018 sóttu fleiri konur en karlar um styrki.

Þeir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Þetta var fjórða og síðasta úthlutun úr þessu verkefni en því lýkur í lok þessa árs.

Alls hefur verið úthlutað tæplega 35 milljónum króna til margvíslegra verkefna á Borgarfirði eystra frá því verkefnið hófst. Verkefni sem hlutu styrki nú eru að vanda fjölbreytt. Hæsta styrkinn hlaut félagið Blábjörg ehf., samtals 1,6 milljónir króna. Eigendur Blábjarga hafa samhliða hótelrekstri og endurbyggingu gamla Kaupfélagsins á Borgarfirði stofnað KHB Brugghús og hyggja þar á framleiðslu á borgfirskum bjór. Fyrirtækið framleiðir nú þegar landa og gin við góðan orðstír.

Ýmiss konar menningar- og listaverkefni voru áberandi við úthlutun styrkjanna að þessu sinni. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...