Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Styrkjum var úthlutað í  verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Styrkjum var úthlutað í verkefninu Betri Borgarfjörður við hátíðlega athöfn. Verkefninu lýkur um næstu áramót og var þetta því í síðasta sinn sem styrkjum var úthlutað.
Mynd / Vefur Byggðastofnunar
Fréttir 25. ágúst 2021

Hyggjast hefja framleiðslu á borgfirskum bjór

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjö milljónum króna hefur verið úthlutað úr frumkvæðissjóði Betri Borgarfjarðar til samfélagslegra verkefna. Í fyrsta sinn síðan verkefnið hófst árið 2018 sóttu fleiri konur en karlar um styrki.

Þeir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Þetta var fjórða og síðasta úthlutun úr þessu verkefni en því lýkur í lok þessa árs.

Alls hefur verið úthlutað tæplega 35 milljónum króna til margvíslegra verkefna á Borgarfirði eystra frá því verkefnið hófst. Verkefni sem hlutu styrki nú eru að vanda fjölbreytt. Hæsta styrkinn hlaut félagið Blábjörg ehf., samtals 1,6 milljónir króna. Eigendur Blábjarga hafa samhliða hótelrekstri og endurbyggingu gamla Kaupfélagsins á Borgarfirði stofnað KHB Brugghús og hyggja þar á framleiðslu á borgfirskum bjór. Fyrirtækið framleiðir nú þegar landa og gin við góðan orðstír.

Ýmiss konar menningar- og listaverkefni voru áberandi við úthlutun styrkjanna að þessu sinni. 

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.