Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslensk nautgriprækt verði kolefnisjöfnuð á tíu árum
Mynd / BBL
Fréttir 13. desember 2018

Íslensk nautgriprækt verði kolefnisjöfnuð á tíu árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamband kúabænda hefur nú gefið út stefnumótun í nautgripa­rækt til næstu tíu ára. Var ­ákveðið að skipta stefnumótunarvinnunni í tvennt, annars vegar mjólkur­framleiðslu og hins vegar nautakjöts­framleiðslu. Vinnuhópar skiluðu af sér drögum til aðalfundar samtakanna sem haldinn var á Selfossi í apríl og voru drögin samþykkt þar athugasemdalaust. 
 
Í kjölfarið ákvað stjórn LK að kynna drögin á haustfundum samtakanna og gefa bændum kost á spurningum og tillögum að breytingum og nú hefur afraksturinn verið birtur á heimasíðu LK, naut.is.
 
Bændur mjög samstíga
 
„Vinnan gekk vel og ljóst að bændur eru mjög samstiga um hvert skuli stefna með greinina í stórum dráttum. Það er nokkuð mikið um nýjungar í stefnumótun nautakjötsframleiðslunnar og það er eðlilegt í ljósi þeirrar auknu áherslu sem við höfum verið að sjá á þá framleiðslu. 
 
Margrét Gísladóttir.
Með tilkomu nýs kjötmats, sérstakra greiðslna í gegnum búvörusamninga og nýju erfðaefni af holdanautakyni, má segja að við séum að upplifa nýja dögun í íslenskri nautakjötsframleiðslu. Á sama tíma eru ákveðnar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að framleiðslukostnaði og samkeppni frá innfluttum matvælum en það er ljóst að við getum gert betur á mörgum sviðum í okkar framleiðslu,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK. 
Horft til umhverfis- og neytendamála
 
Umhverfismál vega sífellt þyngra í samfélagsumræðunni og eru bændur og landbúnaður þar síst undanskilinn. Í stefnumótununum er lögð áhersla á að íslensk nautgriparækt verði kolefnisjöfnuð á næstu 10 árum, dregið verði úr þörf á jarðefnaeldsneyti, þátttaka bænda í umhverfisvernd verði aukinn og áhersla verði lögð á notkun innlendra aðfanga, svo eitthvað sé nefnt. 
 
Eins hafa neytendamál verið bændum afar hugleikin, þá sérstaklega þegar kemur að upprunamerkingum matvæla, hvort sem er í matvöruverslunum, veitingastöðum eða mötuneytum. „Neytendur eiga alltaf að geta fengið upplýsingar um hvaðan matvælin þeirra koma. Það verður sífellt mikilvægara, sérstaklega með meiri vitund neytenda á umhverfisfótspori sem hlýst af flutningum um langan veg, sem og sýklalyfjanotkun í landbúnaði, en hvergi í Evrópu er notað eins lítið af sýklalyfjum í landbúnaði og á Íslandi og í Noregi,“ segir Margrét. 
 
Aukið virði nautgripaafurða
 
Í stefnumótununum er horft til þess að auka virði nautgripaafurða eftir fremsta megni. Þar er meðal annars horft til vöruþróunar og bætts framleiðsluferlis nautakjöts til að tryggja að allur skrokkurinn, hvort sem er fínni vöðvar, hakkefni eða hliðarafurðir nýtist sem best skyldi. Einnig vilja samtökin sjá að regluverk og leyfisveitingar fyrir heimavinnslu verði gerð aðgengilegri. 
 
„Nú þegar stefnumótanirnar hafa verið samþykktar og gefnar opinberlega út verður hafist handa við að vinna að þeim góðu verkefnum sem þar eru lögð til. Einhver eru nú þegar hafin í góðu samstarfi við aðra aðila á borð við RML og Bændasamtökin. Þau eru mikil og metnaðarfull markmiðin sem sett eru þarna fram en ég hef fulla trú á því að með skipulagi og góðri samvinnu sjáum við greininni farnast vel í framtíðinni,“ segir Margrét að lokum. 
Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...