Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kynning á nýrri vörulínu úr íslensku lambakjöti í sýningarrými Albert Rauch GmbH.
Kynning á nýrri vörulínu úr íslensku lambakjöti í sýningarrými Albert Rauch GmbH.
Fréttir 21. september 2018

Íslenskt lambakjöt á leið inn á Þýskalandsmarkað

Í byrjun september skrifuðu mark­­að­s­stofan Icelandic lamb og Kjarna­fæði undir samninga um mark­aðs­setningu og sölu á íslensku lambakjöti í Þýskalandi við þýska fyrirtækið RW-Warenhandelsges MBH. 
 
Undirbúningur hefur staðið í um það bil tvö ár. Fulltrúar þýska fyrirtækisins hafa komið hingað til lands og fulltrúar íslensku fyrirtækjanna farið utan.
 
„Við erum afar bjartsýn á þetta verkefni,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, „enda mjög faglega að öllu staðið hjá Þjóðverjunum og undirbúningurinn verið til fyrirmyndar.“ Allt í allt koma sex fyrirtæki að þessum samningum. 
 
Þýskaland er vænlegur markaður
 
Samkvæmt samningunum hefur þýski samstarfsaðilinn einkaleyfi á að nota merki Icelandic lamb – Roaming Free Since 874. Íslenska lambið verður selt bæði til veitingastaða og verslana. Þjóðverjarnir hafa mikla reynslu af sölu á matvælum í Evrópu en RW-Warenhandelsges MBH er dótturfyrirtæki Witra, eins af stærri matvælasölufyrirtækjum Þýskalands. Íslenska lambið verður selt bæði til veitingastaða og verslana.
 
„Það er alveg ljóst að Þýskalands­markaður getur orðið einn af mikil­vægustu mörkuðum okkar fyrir íslenskt lambakjöt, en við reynum hins vegar að halda væntingum niðri á jörðinni og hugsa frekar um að byggja þessi viðskipti upp á skynsaman og arðvænlegan hátt,“ segir Hlynur Ársælsson, fulltrúi RW-Warenhandels á Íslandi.
 
Sérstakt vörumerki fyrir íslenskt lambakjöt
 
RW-Warenhandels hafa meðal annars gengið frá sérstökum samningum við fjölskyldufyrirtækið Albert Rauch GmbH sem hefur útbúið sitt eigið vörumerki fyrir íslenskt lambakjöt í smásölu í Þýskalandi.  
 
„Þetta sýnir okkur að menn hafa augljóslega trú á verkefninu og lambinu,“ segir Svavar, „enda búið að leggja gríðarmikla vinnu og peninga í undirbúninginn af hálfu Þjóðverjanna.“ 
 
Íslenskt lambakjöt verður selt undir vörumerkinu Vikingyr bæði í smásölu og eins á veitingastöðum. Albert Rauch GmbH flytur nú þegar inn til Þýskalands fjölmargar gerðir af kjötvörum frá Spáni, Ítalíu og víðar og selur að stórum hluta undir eigin vörumerkjum. 
 
Þarna er vandað til verka í kjötskurði, umbúðum og öllum merkingum vörunnar.
 
Allt kjötið skorið ytra
 
Allt íslenska lamba­kjötið verður flutt utan í heilum skrokkum og unnið hjá rótgrónu fjölskyldufyrirtæki í Frakklandi. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í sex ættliði. 
 
„Þetta hjálpar okkur að ná niður kostnaði og mæta betur óskum kaupenda hvað endanlega vöru og pakkningar varðar,“ segir Andrés Vilhjálmsson, sölustjóri hjá Kjarnafæði. 
 
„Yfir 200 manns vinna hjá þessu franska fyrirtæki og kjötvinnslan, sem er mjög tæknivædd, vinnur yfir milljón lambaskrokka á ári og er einnig leiðandi í sölu á lambakjöti á sínum markaði.“
 
Horft til Frakklands
 
Þegar kjötið hefur náð fótfestu í Þýskalandi stendur til að kynna það fyrir völdum kúnnum í Frakklandi í samstarfi við franska kjötvinnslufyrirtækið. „Það eru spennandi tímar fram undan og ég finn fyrir gríðarlegum metnaði hjá öllum sem að verkefninu standa,“ segir Svavar að lokum.
Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...