Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Mynd / MHH
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja allir á heimavist skólans. Starfsmenn eru 34.

JónaKatrínHilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni.

Ekki var hægt að taka á móti öllum nemendum í vor sem sóttu um inngöngu í skólann. Af þessum 128 nemendum er 54 nýnemar.

Jafnt hlutfall kynjanna

„Kynjahlutfallið hefur undan­farin ár sigið í þá áttina að kvenkynsnemendur eru í tölu­ verðum meirihluta. Það eru því ánægjulegar fréttir að nánast jafnt hlutfall er af stúlkum og piltum í nýnemahópnum okkar nú í haust.

Ég tek þó fram að ML gefur nemendum sínum rými til að skilgreina kyn sitt í fleiri flokka en kk og kvk en það er mikilvægt að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og gott að hér sé jafnvægi á milli kynja.

Um leið og við gleðjumst yfir því að strákar séu nú 40% nemenda skólans þá reynum við að rýna í hvað það er sem veldur aukinni aðsókn þeirra,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari.

Skólinn byrjar 8.30

Síðasta haust var sú breyting gerð á skólanum að skólabyrjun á morgnana var seinkað. „Já, í stað þess að hefja kennslu kl. 8.15 byrjum við nú 8.30.

Óformlegar kannanir meðal starfsfólks benda til þess að eftir þessa breytingu sé spennustigið lægra á morgnana á heimilum þar sem koma þarf börnum í skóla og leikskóla og því er streitan minni. Nemendur ML hafa ekki hallmælt fyrirkomulaginu og ná vonandi betri svefni. Ekki er hægt að draga ályktanir um að námsárangur hafi batnað í kjölfarið fyrr en að lengri tíma liðnum. Við gerum ráð fyrir því að halda þessu skipulagi áfram,“ segir Jóna Katrín.

Ávaxtastund í vetur

Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur fá morgunmat, hádegismat, síðdegissnarl og kvöldmat og lögð áhersla á að um næringarríkt fæði sé að ræða.

„Til þess að ýta undir að nemendur næri sig fyrir hádegið verðum við með ávaxtastund í vetur en í frímínútum rétt fyrir kl. 10 á morgnana geta nemendur nálgast ávexti til að fleyta sér fram að hádegismat og vonandi nýtist það einhverjum.

Því það er ekki bara mikilvægt að nærast á morgnana heldur þarf næringin að vera holl,“ segir skólameistarinn að endingu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...