Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mynd / ghp
Fréttir 19. september 2022

Jarðræktarskýrslur forsenda álagsgreiðslna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sérstakar álagsgreiðslur sem matvælaráðuneytið hefur boðað, í ljósi alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, verða reiknaðar á grunni hefðbundinna umsókna um jarðræktarstyrki og landgreiðslur.

Því er mikilvægt að umsóknir um styrki liggi tímanlega fyrir svo greiða megi álagsgreiðslur í byrjun október nk.

Það er meðal þess sem kemur fram í tilkynningum frá matvælaráðuneytinu og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Starfsmenn RML aðstoða bændur við skráningu jarðræktarskýrluhalds en hvatt er til þess að bændur komi gögnum til skráningar til RML eigi síðar en 20. september svo tryggt verði að skýrsluhald þeirra verði skráð fyrir tilsettan tíma.

Eins og í fyrra þarf að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru ásamt notkun tilbúins- og búfjáráburðar.

Styrkhæf ræktun fyrir jarðræktarstyrki er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á lífdísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs, og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf.

Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf.

Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn.

Umsóknir skulu berast á afurd. is fyrir 3. október. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...