Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mynd / ghp
Fréttir 19. september 2022

Jarðræktarskýrslur forsenda álagsgreiðslna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sérstakar álagsgreiðslur sem matvælaráðuneytið hefur boðað, í ljósi alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, verða reiknaðar á grunni hefðbundinna umsókna um jarðræktarstyrki og landgreiðslur.

Því er mikilvægt að umsóknir um styrki liggi tímanlega fyrir svo greiða megi álagsgreiðslur í byrjun október nk.

Það er meðal þess sem kemur fram í tilkynningum frá matvælaráðuneytinu og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Starfsmenn RML aðstoða bændur við skráningu jarðræktarskýrluhalds en hvatt er til þess að bændur komi gögnum til skráningar til RML eigi síðar en 20. september svo tryggt verði að skýrsluhald þeirra verði skráð fyrir tilsettan tíma.

Eins og í fyrra þarf að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru ásamt notkun tilbúins- og búfjáráburðar.

Styrkhæf ræktun fyrir jarðræktarstyrki er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á lífdísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs, og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf.

Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf.

Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn.

Umsóknir skulu berast á afurd. is fyrir 3. október. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...