Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur
Fréttir 15. janúar 2024

Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið greiddi fyrir áramót út jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa í ræktunarlöndum á síðasta ári.

Í umfjöllun á vef matvælaráðuneytisins kemur fram að 12 ræktendur hafi skráð tjón á 83,9 hekturum. Alls nema styrkir vegna jarðræktar rúmlega 437 milljónum króna en rúmlega 434 milljónum króna vegna landgreiðslna.

Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara. Einingarverð landgreiðslna er 5,655 krónur á hektara. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á umsækjendur.

Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 hektara en 10.021,6 hektara lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 krónur á hektara.

Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, komi til frádráttar greiðslunni og er hann 25 prósent af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...