Jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur
Matvælaráðuneytið greiddi fyrir áramót út jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa í ræktunarlöndum á síðasta ári.
Í umfjöllun á vef matvælaráðuneytisins kemur fram að 12 ræktendur hafi skráð tjón á 83,9 hekturum. Alls nema styrkir vegna jarðræktar rúmlega 437 milljónum króna en rúmlega 434 milljónum króna vegna landgreiðslna.
Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara. Einingarverð landgreiðslna er 5,655 krónur á hektara. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á umsækjendur.
Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 hektara en 10.021,6 hektara lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 krónur á hektara.
Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, komi til frádráttar greiðslunni og er hann 25 prósent af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022.