Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018
Fréttir 14. desember 2018

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2018 hafa verið greiddar út til bænda.

Alls bárust 1531 umsókn um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.587 ha á 34.667 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.313 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.238 ha sem skiptust niður á 4.440 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 37.946 kr/ha.

Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

Garðrækt 
(ha) 

Gras
(ha) 

Grænfóður
(ha) 

Korn
(ha) 

Olíujurtir
(ha)

Alls
(ha)

563

3.143

3.962

2.473

97

10.238

 

Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.

Reiknireglur

Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0

31-60 ha

0,7

61> ha

0,4

 

Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.

 

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...