Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni.
Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. apríl 2022

Karólína í Hvammshlíð hlaut hvatningarverðlaun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð voru veitt Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi BSE en Karólína komst ekki en var tengd með fjarfundarbúnaði.

Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýsk að uppruna, fædd vorið 1970 og bar í sínu fæðingarlandi nafnið Caroline Mende.

Karólína kom fyrst til Íslands 1989 og fékk strax á tilfinninguna að „þetta væri sitt land“. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar sem hún keypti sitt eigið land, fyrst í Hegranesinu og síðan árið 2015 eignaðist hún Hvammshlíð, sem hafði verið í eyði í 127 ár, eða frá árinu 1888. „Það verður að segjast eins og er að þá töldu margir að ekki væri alveg í lagi með Karólínu. Hvammshlíð er þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.

Þar á hún sitt fjall og sína á og í stað ljósa á nágrannabæjum hefur hún stjörnurnar og er undir norðurljósum. Þar hefur hún komið upp aðstöðu fyrir sig og sína,“ segir í umsögn BSE vegna verðlaunanna.

Hvammshlíðarostur nýjasta búgreinin

Bústofninn er tæpar 60 kindur, 3 hross og hundar. Sumir þekkja til Karólínu vegna dagatala sem hún hefur gefið út með margvíslegum upplýsingum um íslenska þjóðhætti. Dagatalsútgáfan stóð t.d. undir kaupum á dráttarvél í Hvammshlíð.

Nýjasta búgreinin hjá Karólínu er ostagerð, „Hvammshlíðarostur“, þar sem lögð er áhersla á að nota engin íblöndunarefni sem eru íslensk og kryddin á ostinum úr náttúrunni. Osturinn lenti þó í því að sitja aðeins á hakanum þegar önnur verkefni sóttu á.

Verðlaunagripurinn í ár er eftir Guðrúnu Á. Steingrímsdóttur en að auki fylgdu með 200 þúsund krónur.

Magnaður áhugi

Haustið 2020 fór Fagráð í sauðfjárrækt að velta fyrir sér hvort nýjar leiðir væru mögulegar í baráttu við riðuveikina og þar á meðal hvort mögulegt væri að flytja inn erfðaefni til að byggja upp verndandi afbrigði gegn riðuveiki í okkar fjárstofni. Á það leist Karólínu ekki og hvatti mjög til þess að leitað væri betur að verndandi arfgerð innanlands.

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar í sauðfjárrækt hjá RML, var áhugi Karólínu magnaður og mjög hjálplegur við að komast í samband við vísindamenn í öðrum löndum til að leggja grunn að sem faglegustum rannsóknum á arfgerðum og hvort möguleiki væri á að finna verndandi arfgerðasæti íslenska sauðfjárstofnsins.

Nú hefur komið í ljóst að þetta efni er farið að finnast.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...