Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Anna Englund, formaður Forystufjárfélags Íslands, og Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, við bás Fræðafélags um forystufé.
Anna Englund, formaður Forystufjárfélags Íslands, og Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, við bás Fræðafélags um forystufé.
Fréttir 20. apríl 2018

Kindahátíð í Kil

Höfundur: Daníel Hansen og Anna Englund

Í upphafi mars síðastliðinn var haldin mikil kindahátíð í Kil í Svíþjóð. Þetta er í tólfta sinn sem það er haldið. Í raun og veru er þetta stór landbúnaðarsýning. Í fyrsta sinn var íslenskur sýnandi með en Fræðafélag um forystufé var með sölu- og kynningarbás á hátíðinni.

Sýningin er haldin í grunnskóla í Kil en á þessum tíma eru nemendur í vetrarfríi. Nú er svo komið að um 500 umsóknir bárust um aðstöðu til að kynna sína vöru en aðeins var hægt að úthluta 150 sýningaraðstöðu. Sýningin er bæði inni og á lóðinni utan við skólann.

Biðraðir mynduðust á morgnana, rétt áður en hleypt var inn. Í baksýn sést í hluta rútubifreiðanna sem komu víða að.

Sauðfé og afurðir þess

Allt sem varðar sauðfé og nýtingu afurða þess var þarna hægt að sjá. Úti voru sýndar sænskar kindur auk girðingaefnis, jarðvinnslutækja og tækja til skógræktar og heyverkunar. Inni voru kynningarbásarnir allir eitthvað tengdir kindum, bændur voru að kynna og selja sínar kjötafurðir, osta og fleira matarkyns.

Öll möguleg tæki til nýtingar ullar voru til sýnis, m.a. margar tegundir af vefstólum, rokkum, kömbum og snældum. Sérstaklega áhugavert var að sjá bás hjá ungum manni sem var að smíða og hanna rokka. Hann er að hanna einfaldan og léttan rokk sem hann fer með til þróunarlandanna og kennir konum þar að nýta hár af kindum, geitum og fleiri dýrum og búa til fallega framleiðslu.

Margir þekktir hönnuðir voru með bása þarna og sást það að fólk stóð í biðröð til að ná í framleiðslu þeirra. Spunaverksmiður voru með sína framleiðslu, jurtalitunarfólk, prjónafólk og margt fleira. Gaman er að sjá hve mikill metnaður er hjá fólki í að nýta ullina og fólk stolt að kynna og sýna sína framleiðslu, sérstaklega þeir sem nýta sína eigin ull til framleiðslu á tískuvörum.

Yfirlitsmynd yfir íþróttasalinn. Bás Fræðaseturs um forystufé er hægra megin, efst í horninu.

Tískusýningar þrisvar á dag

Haldnar voru miklar tískusýningar þrisvar á dag þar sem sýningarfólk á öllum aldri og af öllum stærðum sýndi fatnað eftir þá hönnuði sem voru með sýningarbása á staðnum. Þessi tískusýning var eins konar leiksýning þar sem leikkona spilaði og söng undir allan tímann lög sem voru í anda þess sem sýnt var og sýnendur léku eins konar leikrit. Uppselt var á allar sýningarnar.

Hér er blandað saman gamalli hefð í nýtingu skinns og bands. Gólfmottur, veggmottur og fleira. 

Margir aðrir atburðir voru þar sem fram kom fólk úr samfélaginu. Það söng, dansaði, spilaði á hljóðfæri og ýmislegt fleira. Það má segja að þetta sé orðin stór menningarhelgi þar sem allir fá eitthvað fyrir sitt áhugasvið.

Íslenskur sýnandi með í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn var íslenskur sýnandi þar en Fræðafélag um forystufé var þarna með sölu- og kynningarbás. Við vorum valin úr þessum stóra hópi umsækjenda. Þegar verið er að velja úr umsóknum er reynt að hafa sem fjölbreyttustu sýnendur. Einnig eru eins konar dómarar sem dæma hvort básarnir standast þær kröfur sem settar eru upp.

Alla dagana er boðið upp á mörg námskeið, allt frá fæðingarhjálp hjá sauðfé upp í undirbúning véla fyrir vor- og sumarvinnuna. Flest snúast þó námskeiðin um nýtingu ullarinnar. Upppantað var á öll námskeiðin löngu áður en hátíðin hófst.

Grískur klæðskeri og hönnuður að segja frá því hvernig hann nýtir eingöngu  afganga í sína hönnun. Á gólfinu sést kjóll sem hann hannaði og saumaði.

Fyrirlestrar og fræðsla

Einnig eru í gangi fyrirlestrar um ýmis efni tengdum kindum alla dagana og getur fólk mætt þar án þess að bóka sig. Fulltrúar Fræðaseturs um forystufé héldu fyrirlestur sem vakti athygli. Margar spurningar vöknuðu um forystuféð. Sums staðar í Noregi og Svíþjóð eru svo mikil afföll af lömbum á vorin vegna villidýra að bændur eru að gefast upp.

Margir bændur ræddu um það hvort það sé ekki tilraunarinnar virði að prófa forystufé á þessum slóðum og kanna hvort þær vara fjárhópinn við aðsteðjandi hættum. Þarna er ef til vill eitthvað sem getur orðið raunveruleiki í framtíðinni. Áheyrendum þótti einnig athyglisvert hve mikið við nýtum af skepnunni, þ.e. ull, skinn, horn, bein, klaufir, mör og kjöt. Var að heyra að þarna lægju ef til vill möguleikar framtíðarinnar, sérstaklega hjá þeim sem eru með litlar hjarðir.

Mikil aðsókn

Á morgnana voru langar biðraðir utan við skólann, fólk hafði komið í hundraðavís í rútum alls staðar að til að njóta þessarar helgar. Við hittum fólk frá Noregi, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi auk Svía sem voru þarna eingöngu vegna sýningarinnar, enda eru skipulagðar ferðir frá ferðaskrifstofum í þessum löndum.

Heilmikil umgjörð er í kringum svona landbúnaðarsýningu og koma margir þar að. Það þarf að stýra inn á bílastæði, sjá um sölu inn á svæðið, halda utan um alla fyrirlestra og námskeið og margt fleira. Hópur fólks gerir þetta að mestu í sjálfboðavinnu.

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...