Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjötsala eykst um 8,6%
Fréttir 12. ágúst 2016

Kjötsala eykst um 8,6%

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Sala á kjöti síðustu 12 mánuði er 8,6% meiri en árið á undan. Sala á kindakjöti í júlí var 1,7% meiri en í júlí í fyrra. Kjúklinga- og svínakjöt er í sókn en samanburðurinn þar milli síðustu 12 mánaða og sama tímabils þar á undan sýnir 8,4% og 8,3% söluaukningu. Miklar breytingar eru á framleiðslu og sölu á nautgripakjöti. 
 
Þetta kemur fram í nýju söluyfirliti Matvælastofnunar. Sala á innfluttu kjöti er ekki inni í talnasafni MAST.
 
Sala á íslensku nautgripakjöti síðustu 12 mánuði er tæpum 30% meiri en 12 mánuðina þar á undan. Kúabændur hafa nú dregið úr mjólkurframleiðslu og afsett gripi í meira mæli en áður. Þá er líklegt að þeir hafi sett aukinn kraft í kjötframleiðsluna á móti minnkandi tekjum af mjólkinni. Þann 1. júlí var hætt að greiða mjólkurframleiðendum sama verð fyrir mjólk sem framleidd er innan og utan greiðslumarks.
Á sama tíma og innan­lands­framleiðsla á nautakjöti hefur aukist hefur innflutningur dregist saman. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur innflutningsmagn minnkað um tæp 50% en verðmæti aðeins dregist saman um rúm 12%. Innlenda framleiðslan er með stærri hlut af markaðnum en áður en þó er áfram aukning í innflutningi á lundum, eða dýrasta hluta nautsins. Mun minna er flutt inn af hakkefni en áður. 
 
Í kindakjötinu reyndist fyrri hluti ársins mjög góður en söluaukning var rúm 8% fyrstu 6 mánuði ársins. Það er nær allt vegna innanlandssölu, en selt magn á tímabilinu var 270 tonnum meira í ár en í fyrra, en útflutningurinn var nánast sá sami.
 

Skylt efni: kjötsala

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...