Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alls voru seld 26.730 tonn af íslensku kjöti hérlendis árið 2016. Það er 6,2% aukning frá árinu áður.
Alls voru seld 26.730 tonn af íslensku kjöti hérlendis árið 2016. Það er 6,2% aukning frá árinu áður.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 30. janúar 2017

Kjötsala jókst mikið á síðasta ári

Höfundur: TB
Kjötsala á Íslandi jókst á nýliðnu ári um 6,2% en innanlandsframleiðslan um 3,3%. Alls framleiddu bændur 30.847 tonn af kjöti árið 2016. Mesta aukningin er í framleiðslu og sölu á nautgripakjöti en söluaukning á því nam rúmu 21% á milli ára. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Matvælastofnunar um framleiðslu og sölu helstu búvara vegna ársins 2016.
 
Minna var flutt inn af nautgripakjöti sem skýrir að hluta til aukna sölu á íslensku nautgripakjöti. Margir bændur hafa aukið framleiðslu sína jafnt og þétt og sinnt þannig ákalli markaðarins um meira nautakjöt. Einnig má ætla að sumir bændur séu að minnka við sig mjólkurframleiðslu og senda gripi í sláturhús. Á síðasta ári voru framleidd 4.386 tonn af nautgripakjöti. Án efa hefur ferðamannastraumurinn mest áhrif á þessa þróun en einnig breyttar neysluvenjur landans.
 
Alifuglakjötið er langvinsælasta kjötið á meðal neytenda en þriðjungur allrar kjötsölu er af fiðurfénaði. Alls voru framleidd rúm 9 þúsund tonn af alifuglakjöti sem öll eru seld hérlendis. Framleiðsluaukning milli ára er 8,2%.
 
Meira selst af kindakjöti en áður 
 
Kindakjötið bætir í á milli ára en sala á því var 5,2% meiri árið 2016 en árið þar á undan. Hlutdeild þess á markaði er nú 25,4%. Alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra en salan hefur ekki verið meiri síðan hrunárið 2008. Markaðssetning til ferðamanna skilar ótvíræðum árangri að mati formanns sauðfjárbænda. „Það er jákvætt að þetta gerist á sama tíma og við erum að horfa upp á vandræði á sumum erlendum mörkuðum fyrir aukaafurðir og ódýrari bita vegna viðskiptadeilu Rússlands og Vesturveldanna,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, á vefnum saudfe.is. Hann þakkar aukna sölu á lambakjöti meðal annars að verð sé mjög hagstætt og vöruþróun komin á skrið. „Aldrei hefur verið ráðist í öflugra og markvissara kynningarstarf gagnvart erlendum ferðamönnum en núna og árangurinn af því er ótvíræður,“ segir Þórarinn. Þrátt fyrir aukna sölu innanlands hafa birgðir aukist af kindakjöti. Kemur það m.a. til af því að Norðmenn kaupa ekki sama magn og áður auk þess sem markaðir í Rússlandi eru nær lokaðir. Heildarframleiðsla kindakjöts árið 2016 var 10.375 tonn.
 
Heimtaka á kindakjöti hefur aukist
 
Upplýsingar um heimtöku á kindakjöti hjá bændum sýna að hún hefur aukist mikið á milli ára. Alls tóku bændur heim tæp 680 tonn af kjöti sem liggur nærri að sé um 6,5% framleiðslunnar. Heimtaka dilka jókst um 17% árið 2016 og fullorðins fjár um 10% miðað við árið á undan. Kjötsins neyta bændur sjálfir eða selja beint frá býli.
 
Samdráttur í svína- og hrossakjötssölu
 
Samdráttur var í framleiðslu svínakjöts um 10,5% á árinu 2016. Salan dalaði aðeins á innlendu kjöti eða um 3,6%. Þegar innflutningi á svínakjöti er bætt við sölu innanlands er þó ljóst að neysla á svínakjöti hefur aukist heilt yfir enda töluvert flutt inn af þessari kjöttegund.
 
Hrossakjötsneysla er ekki svipur hjá sjón en árssalan á hrossakjöti var rétt rúm 500 tonn og dróst saman um 5,5% milli ára. Um helmingur hrossakjötsframleiðslunnar er seldur út landi.
 

Skylt efni: kjötsala

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...