Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur
Fréttir 12. september 2016

Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóreski ólífuolíuframleiðandinn Korindo er í djúpum skít eftir að myndband sem sýnir starfsmenn fyrirtækisins leggja eld að stórum svæðum í frumskógum í Indónesíu var sett á netið. Ástæða íkveikjanna var að ryðja land til ræktunar á ólífupálmum til framleiðslu á ólífuolíu.

Í framhaldi af birtingu myndbandsins hafa margir af stærstu kaupendum ólífuolíu í heiminum hætt viðskiptum við Korindo enda ekki lengur stætt á því vegna vaxandi andúðar á skógareyðingu í tengslum við ræktun á ólífupálma.

Til að bæta gráu ofan á svart eru á svæðunum sem eldurinn var lagður að síðustu búsvæði ákveðinna tegunda paradísarfugla og sjaldgæfrar tegundar trjákengúra.

Auk þess sem fjölda annarra sjaldgæfra dýrategunda er að finna í skógunum.

Drónar í upplýsingaöflun

Myndefni myndbandsins var safnað af meðlimum umhverfisverndarsamtaka sem kalla sig Mighty á jörðu niðri með hjálp GPS-staðsetningartækja og með drónum úr lofti og sýnir starfsmenn Korindo bera eld að mörgum stöðum í skógum Indónesíu. Lög í Indónesíu leggja blátt bann við að kveikt sé í náttúrulegum skógum til að ryðja þá til ræktunar.

Grunsemdir um endurtekið atferli

Í kjölfar birtingar myndbandsins hafa komið upp grunsemdir um að fyrirtækið hafi stundað svipaða iðju um langan tíma því kortlagning á skógareldum í Indónesíu sýna að slíkir eldar eru grunsamlega algangir á svæðum þar sem Korindo er með starfsemi.

Talsmaður Korindo hafnar ásökunum alfarið og segir fyrirtækið í einu og öllu hafa farið eftir lögum og að umhverfisstefna þess sé skýr.

Árstími skógarelda

Skógareldar í Suðaustur-Asíu eru algengir á þurrkatímum á haustin og eftir að þeir kvikna geta þeir logað á gríðarstórum svæðum í marga mánuði eða fram á næsta regntímabil. Eldsmatur í skógunum er mikill og yfirleitt lítið hægt að gera til að stöðva þá.

Síðasta ár geisuðu skógareldar í Suðaustur-Asíu og aðallega í Indónesíu í marga mánuði. Reykjarkófið frá eldunum var gríðarlegt og olli mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum og flugvöllum var lokað.

Koltvísýringslosun frá eldunum var meiri en öll losun Bretlandseyja á síðasta ári og er talið að mengun frá eldunum hafi valdið ótímabærum dauða hátt í hundrað þúsund manns.

Skógareldarnir í Indónesíu á síðasta ári eru sagðir vera þeir verstu í sögu landsins og með verstu skógareldum sögunnar enda brunnu tugþúsundir hektarar af náttúrulegum frumskógum.

Skylt efni: Skógareldar | Indónesía

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...