Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur
Fréttir 12. september 2016

Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóreski ólífuolíuframleiðandinn Korindo er í djúpum skít eftir að myndband sem sýnir starfsmenn fyrirtækisins leggja eld að stórum svæðum í frumskógum í Indónesíu var sett á netið. Ástæða íkveikjanna var að ryðja land til ræktunar á ólífupálmum til framleiðslu á ólífuolíu.

Í framhaldi af birtingu myndbandsins hafa margir af stærstu kaupendum ólífuolíu í heiminum hætt viðskiptum við Korindo enda ekki lengur stætt á því vegna vaxandi andúðar á skógareyðingu í tengslum við ræktun á ólífupálma.

Til að bæta gráu ofan á svart eru á svæðunum sem eldurinn var lagður að síðustu búsvæði ákveðinna tegunda paradísarfugla og sjaldgæfrar tegundar trjákengúra.

Auk þess sem fjölda annarra sjaldgæfra dýrategunda er að finna í skógunum.

Drónar í upplýsingaöflun

Myndefni myndbandsins var safnað af meðlimum umhverfisverndarsamtaka sem kalla sig Mighty á jörðu niðri með hjálp GPS-staðsetningartækja og með drónum úr lofti og sýnir starfsmenn Korindo bera eld að mörgum stöðum í skógum Indónesíu. Lög í Indónesíu leggja blátt bann við að kveikt sé í náttúrulegum skógum til að ryðja þá til ræktunar.

Grunsemdir um endurtekið atferli

Í kjölfar birtingar myndbandsins hafa komið upp grunsemdir um að fyrirtækið hafi stundað svipaða iðju um langan tíma því kortlagning á skógareldum í Indónesíu sýna að slíkir eldar eru grunsamlega algangir á svæðum þar sem Korindo er með starfsemi.

Talsmaður Korindo hafnar ásökunum alfarið og segir fyrirtækið í einu og öllu hafa farið eftir lögum og að umhverfisstefna þess sé skýr.

Árstími skógarelda

Skógareldar í Suðaustur-Asíu eru algengir á þurrkatímum á haustin og eftir að þeir kvikna geta þeir logað á gríðarstórum svæðum í marga mánuði eða fram á næsta regntímabil. Eldsmatur í skógunum er mikill og yfirleitt lítið hægt að gera til að stöðva þá.

Síðasta ár geisuðu skógareldar í Suðaustur-Asíu og aðallega í Indónesíu í marga mánuði. Reykjarkófið frá eldunum var gríðarlegt og olli mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum og flugvöllum var lokað.

Koltvísýringslosun frá eldunum var meiri en öll losun Bretlandseyja á síðasta ári og er talið að mengun frá eldunum hafi valdið ótímabærum dauða hátt í hundrað þúsund manns.

Skógareldarnir í Indónesíu á síðasta ári eru sagðir vera þeir verstu í sögu landsins og með verstu skógareldum sögunnar enda brunnu tugþúsundir hektarar af náttúrulegum frumskógum.

Skylt efni: Skógareldar | Indónesía

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...