Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi
Fréttir 21. júlí 2015

Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir  hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga.

Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins.

Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða.

Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað.
 

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.