Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi
Fréttir 21. júlí 2015

Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir  hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga.

Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins.

Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða.

Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað.
 

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...