Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Mynd / 641.is
Fréttir 27. apríl 2016

Kúabændur á Búvöllum í Aðaldal marg­verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúabændurnir Hulda Kristjáns­dóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðs­son á Búvöllum í Aðaldal fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði nú nýlega ásamt 26 öðrum kúabændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
 
Hulda og Sveinbjörn hafa framleitt úrvalsmjólk síðastliðin 24 ár að einu undanskildu, að því er fram kemur á vefnum 641.is. 
 
Mest verðlaunaða búið á svæðinu 
 
Ekkert annað kúabú í Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði hefur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk svona oft þannig að um er að ræða met í Norðausturdeild og jafnvel Íslandsmet þó ekki hafi það fengist staðfest. Á Búvöllum í Aðaldal eru um 40 mjólkandi kýr. 
 
Hulda og Sveinbjörn fengu fyrst verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 1992 en þá lögðu þau mjólk inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. MSKÞ byrjaði að verðlauna þingeyska kúabændur fyrir úrvalsmjólk fyrst árið 1989 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri hóf sams konar verðlaunaveitingar árið 1991. Kröfur til úrvalsmjólkur voru svipaðar á báðum stöðum á þeim tíma. 
 
Samlögin sameinuð um aldamótin
 
Mjólkursamlögin voru sameinuð um aldamót í félagið Norðurmjólk á Akureyri og þá teknar upp sömu kröfur til úrvalsmjólkur og giltu á landinu öllu. Þær voru svo hertar og teknar upp aukagreiðslur til þeirra sem framleiddu úrvalsmjólk. Bændum sem halda sig innan þeirra marka sem kröfur gera til úrvalsmjólkur hefur fækkað eftir að reglur voru hertar.
 
Hátt hlutfall úrvalsbænda
 
Hlutfall kúabænda sem fengið hafa verðlaun fyrir úrvalsmjólk hefur alltaf verið mjög hátt í Norðausturdeild og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslu að því er fram kemur á vefnum. Eitt árið voru verðlaunahafar yfir 70 talsins í deildinni. Margir framleiðendur sem fengu verðlaunin ár eftir ár hafa hætt framleiðslu, m.a. vegna aldurs.
 
Tvö önnur kúabú í Norðaustur­deild eru ekki langt á eftir þeim Huldu og Sveinbirni í samanlögðum árafjölda varðandi úrvalsmjólk, en Engihlíð í Þingeyjarsveit og Klauf í Eyjafjarðarsveit hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk í um 20 ár. 

Skylt efni: úrvalsmjólk | Búvellir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...