Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ísland er í hópi landa sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt sem kúariðulaust land.
Ísland er í hópi landa sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt sem kúariðulaust land.
Fréttir 20. febrúar 2015

Kúariðutilfelli í Noregi

Höfundur: smh
Nýlega greindist kýr í Noregi með kúariðu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kom fram að um afbrigðilega gerð sjúkdómsins hefði verið að ræða, sem væri mjög sjaldgæf er ekki talin smitandi – hvorki milli dýra né í fólk. Ísland er í hópi landa sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt sem kúariðulaust land.
 
Talið er að þessi gerð kúariðu sé vegna breytinga sem gerast af sjálfu sér á próteinum í heilanum í gömlum gripum. Kýrin sem um ræðir í Noregi var 15 ára, sem er nokkuð hár aldur.
 
Að sögn Auðar Arnþórsdóttur, sóttvarnadýralæknis Matvælastofnunar, er sérstaklega fylgst með þessu hér á landi og og áhersla lögð á að taka sýni úr öllum nautgripum sem farast eða er lógað vegna sjúkdóma af óþekktum ástæðum. „Sér í lagi er það gert ef gripirnir hafa verið með einkenni frá miðtaugakerfinu. Breytingar á heila vegna öldrunar geta valdið svipuðum einkennum og kúariða og þær geta að sjálfsögðu komið fram í gripum hér á landi sem annars staðar. Við rannsókn á sýnum er gengið úr skugga um orsök sjúkdómseinkennanna,“ segir Auður.
 
Kúariðufaraldur vegna hefð­bundinnar gerðar kúariðusmits, kom upp í Englandi 1986. Hann var rakinn til fóðrunar nautgripa með óhitameðhöndluðu kjöt- og beinamjöli. Í kjölfarið á þessum faraldri urðu nautakjötsmarkaðir á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu fyrir miklu áfalli, þar sem vísindamenn gátu tengt heilahrörnunarsjúkdóminn sem kenndur er við Creutzfeldt-Jakob beint við neyslu á kúariðusmituðu kjöti. Auður staðfestir að vísindamenn telji almennt að þetta samhengi sé til staðar og vísar meðal annars til upplýsinga á vef Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.
 
„Meiri óvissa ríkir um tengsl Creutzfeldt-Jakob og annarra sjúkdóma í dýrum af völdum príona, svo sem riðuveiki í sauðfé,“ segir Auður.
 
Fjölmörg tilfelli af hefðbundinni kúariðu hafa greinst í heiminum síðan þá, en tíðni er mjög á niðurleið.  
 
Ísland lýst kúariðulaust land
 
Í upplýsingum frá Matvælastofnun kemur fram að afbrigðileg gerð kúariðu hefur greinst í mörgum löndum, meðal annars eitt tilfelli í Svíþjóð árið 2006. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur þó fram að aðeins eitt tilfelli greinist í hverri milljón sýna.
 
„Í Evrópu og víða annars staðar í heiminum eru umfangsmiklar reglubundnar sýnatökur á sláturhúsum vegna kúariðu. Tilfellið í Noregi fannst við rannsókn á sýnum sem tekin voru samkvæmt lögbundinni eftirlitsáætlun.
 
Ísland er í hópi landa í heiminum sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin (OIE) hefur viðurkennt sem kúariðulaust land. Stofnunin veitti þessa viðurkenningu eftir umfangsmikið mat á líkum á að kúariðan sé til staðar í landinu. 
 
Matið byggist á ýmsum sögulegum gögnum og niðurstöðum úr eftirliti. Það sem vegur þyngst í mati á Íslandi hvað þetta varðar, eru þær ströngu reglur sem gilda um innflutning, m.a. að innflutningur á lifandi nautgripum er óheimill og að ávallt hefur verið bannað að nota kjöt og beinamjöl sem fóður fyrir nautgripi. Mikils er um vert að viðhalda þessari góðu stöðu. Liður í því er að bændur tilkynni dýralæknum um nautgripi með einkenni frá taugakerfinu, t.d. óstöðugleika, krampa eða lömun, og jafnframt um gripi sem drepast eða þarf að lóga vegna slysfara eða veikinda af ókunnum ástæðum. Nauðsynlegt er fyrir Ísland að geta lagt fram niðurstöður rannsókna á sýnum úr slíkum gripum við endurmat OIE á stöðu landsins hvað kúariðu varðar,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Skylt efni: kúariða

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...