Landbúnaðarsýningin Libramont 2016
Höfundur: Snorri Sigurðsson
Libramont-landbúnaðarsýningin vinsæla í Belgíu ætti að vera dyggum lesendum Bændablaðsins nokkuð kunn enda hefur verið fjallað um sýninguna hér á síðum blaðsins nokkrum sinnum frá árinu 2012.
Sýningin er alltaf haldin næstsíðustu helgina í júlí ár hvert og sækja hana árlega rúmlega 200 þúsund gestir. Sýningin sjálf stendur í fjóra daga.
Líkt og mörg undanfarin ár var hópur Íslendinga á sýningunni og var að vanda margt að sjá og skoða enda taka þátt í þessari landbúnaðarsýningu rúmlega 800 sýnendur og má sjá allt frá litlum handverkfærum upp í stærðarinnar dráttavélar og allt þar á milli. Auk þess eru flestar þekktar búfjártegundir sýndar en hátt í 3.500 kynbótagripir eru leiddir inn í sýningarhringi Libramont-sýningarinnar þessa daga og þó svo að bæði sauðfé, nautgripir og hross séu fyrirferðarmest má einnig berja kynbótasvín, hænur og endur augum.
Eins og við er að búast á sýningu sem þessari er margt áhugavert að skoða og hér á eftir má sjá brot af því sem vakti áhuga greinarhöfundar þetta árið.
Snorri Sigurðsson
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
sns@seges. dk