Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kunnugleg sjón. Þó svo að belgískir bændur séu e.t.v. betur þekktir fyrir nautakjötsframleiðslu sína þá eru einn­ig margir sauðfjárbændur í Belgíu enda í landinu um 150 þúsund ær. Sauðfjárrækt er því gert nokkuð hátt undir höfði á sýningunni og voru margi
Kunnugleg sjón. Þó svo að belgískir bændur séu e.t.v. betur þekktir fyrir nautakjötsframleiðslu sína þá eru einn­ig margir sauðfjárbændur í Belgíu enda í landinu um 150 þúsund ær. Sauðfjárrækt er því gert nokkuð hátt undir höfði á sýningunni og voru margi
Mynd / SS
Fréttir 17. ágúst 2016

Landbúnaðarsýningin Libramont 2016

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Libramont-landbúnaðarsýningin vinsæla í Belgíu ætti að vera dyggum lesendum Bændablaðsins nokkuð kunn enda hefur verið fjallað um sýninguna hér á síðum blaðsins nokkrum sinnum frá árinu 2012.
Sýningin er alltaf haldin næstsíðustu helgina í júlí ár hvert og sækja hana árlega rúmlega 200 þúsund gestir. Sýningin sjálf stendur í fjóra daga. 
 
Líkt og mörg undanfarin ár var hópur Íslendinga á sýningunni og var að vanda margt að sjá og skoða enda taka þátt í þessari landbúnaðarsýningu rúmlega 800 sýnendur og má sjá allt frá litlum handverkfærum upp í stærðarinnar dráttavélar og allt þar á milli. Auk þess eru flestar þekktar búfjártegundir sýndar en hátt í 3.500 kynbótagripir eru leiddir inn í sýningarhringi Libramont-sýningarinnar þessa daga og þó svo að bæði sauðfé, nautgripir og hross séu fyrirferðarmest má einnig berja kynbótasvín, hænur og endur augum.
 
Eins og við er að búast á sýningu sem þessari er margt áhugavert að skoða og hér á eftir má sjá brot af því sem vakti áhuga greinarhöfundar þetta árið. 
 
Snorri Sigurðsson
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
sns@seges. dk

9 myndir:

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...